Góða kvöldið
Ég tók þá ákvörðun í dag að taka mér frí frá Facebook. Ég er nýkominn heim til Montreal eftir að hafa sett upp Pétur Gaut í Sviss og hafði ekki séð fjölskylduna mína í 7 vikur. Þar sem ég sat hérna heima og datt í klst á facebook þá og allt í einu fannst mér Facebook alveg hrikaleg tímaeyðsla. Þetta er svo sem ekkert statement - þannig - ég held eki að Facebook sé leynisöfnunarvél fyrir FBI eða á endurhönnun heimsins. Nei, ég held þvert á móti að Facebook skipti eiginlega engu máli - bara ekki nokkru einasta eina.
Og ef svo er þá ætti þetta sjálfskipaða frí að vera ekkert mál.
Ég ætla að nota tímann sem ég hefði annars eytt í Facebook til þess að lesa bandaríska stórvirkið "Infinite Jest". Þessi bók eftir David Foster Wallce er víst talinn eitthvað mesta bókmenntaverk seinni tíma sögu Bandaríkjanna og því var kominn tími á kauða.
Þess utan ætla ég að lesa Jelinek því að þar liggur næsta uppsetning.
En nóg um það. Facebook fríið er hér með hafið.
Þorleifur
þriðjudagur, október 19, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli