fimmtudagur, október 21, 2010

Líf án Facebook - dagur 2

Þetta er erfiðara en ég hélt. Mig er í alvöru búið að langa á Facebook af og til í allan dag.

Þetta er algerlega óþolandi! Óþolandi! Óþolandi!!!

Hvernig stendur á því að mig langar jafn mikið að gera eitthvað sem mér finnst svona ómerkilegt?

Er ég svona veikgeðja? Eða er Facebook svona powerful.

Kom heim og sá að kærastan var á facebook. Reyndi meiraðsegja að kíkja yfir öxlina á henni til þess að fullnægja lostanum en ég stóðst freistinguna.

Skammaði hana fyrir að eyða tíma sínum og settist í sófann uppfullur af heilagri réttlætiskennd.

Til hvers er Facebook anyhow?

Er þetta ekki bara lélegur staðgengill fyrir mannleg samskipti, kannski meiraðsegja hættulegur staðgengill þar sem þú ert bara einn með tölvunni þegar þú ert á facebook.

Þú getur skrifað eins og þú vilt og sent kveðjur og reynt við stelpur og skoðað myndir og póstað um sæta hamstra - þú ert samt einn heima að horfa á tölvuskjá.

Sóma hvað?

Þorleifur

Engin ummæli: