mánudagur, júní 22, 2009
Mitt í storminum um Icesave samninginn gleymist að hér er ekki aðeins verið að ræða um einn samning heldur er Þessi samningur aðeins einn hluti af miklu stærra púsli.
Þær ákvarðanir sem teknar verða á næstu vikum og mánuðum munu leggja grunninn að því samfélagi sem hér mun verða til lengri tíma.
Eina leiðin til þess að á Íslandi verði almennileg, nútímaleg lífskilyrði er annars vegar að íslenska ríkið geti staðið undir grunnþjónustu, menntun og menningarlífi og hinsvegar að á Íslandi verði að finna blómlegt atvinnulíf.
Hvernig fara Íslendingar að því að leggja þennan grundvöll nú þegar svona er ástatt?
Augljóslega þurfum við að halda stöðu sem lýðræðislegu, opnu og ábyrgu landi í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að standa við skuldbindingar okkar (jafnvel þær sem okkur hugnast ekki eða okkur finnst ekki vera okkur að kenna) enda er það bæði forsenda þess að við verðum áfram hluti af alþjóðsamfélaginu.
En samtímis verðum við að passa okkur á því að einblýna ekki svo á vandamálin að við missum yfirsýnina yfir möguleikana sem eru í stöðunni og ekki síður, að velta fyrir okkur hvernig samfélag viljum/verðum að byggja til þess að á Íslandi verði lífvænlegt til framtíðar.
Hvernig förum við að því? Hvernig á Ísland að geta annars vegar greitt af alþjóðlegum lánum sínum og hins vegar geti boðið þegnum sínum upp á grundvöll til menntunar og starfa að menntun lokinni?
Eina lausnin er sú að á Íslandi verður til frambúðar alþjóðleg starfsemi í einhverju formi.
Og með því á ég ekki við grunnframleiðsla eins og ál og netþjónabú, slíkt verður að vera með en ekki aðalatriði, heldur hitt, að hér verður að verða til lifandi alþjóðleg starfsemi að nýju.
Á Íslandi eru nú þúsundir manna og kvenna sem eru því vön að starfa í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Flest þetta fólk sinnti vinnunni sinni samviskusamlega og af natni. Og ef ekki hefði verið fyrir eitrað sambland alþjóðlegrar kreppu, krosseignatenglsa, mögulegs glæpsamlegs athæfis og stjórnsýslulegrar vanþekkingar þá gæti staðan á landinu verið allt önnur en hún er.
Hrunið á Íslandi er nefnilega ekki vísbending um hversu skelfilegt alþjóðlegt fjármálakerfi er heldur hitt, hversu mikilvægt er að í slíku kerfi séu reglurnar skýrar, eftirlitið mikið og starfsferlar gegnsæjir.
Íslandi hafði komið sér í öfundsverða stöðu að mörgu leyti. Hámenntað samfélag með vel launuðu starfsfólki í góðu velferðarkerfi byggðu á sterku menntakerfi. Og hafði alþjóðlega starfsemi sem veitti því gjaldeyri og starfsmöguleika.
Þessu skulum við ekki gleymar við byggjum upp að nýju.
Fólkið sem starfaði í alþjóðlegu samhengi hættir ekki allt í einu að vera metnaðarfullt og alþjóðlegt og sættir sig við að vinna í störfum sem það hefur hvorki menntun né þekkingu til þess að sinna ss. í fiski eða matvælaframleiðslu.
Eini möguleikinn til þess að halda þessu fólki er að hér verði alþjóðleg starfsemi að ósköpunum loknum.
Og svo vill til að það er líka eini möguleikinn til þess að hér verði blómlegt samfélag þegar fram í sækir því að með ónýta mynt og veikan heimamarkað þá eru litlar líkur að Ísland geti staðið undir alþjóðlegum skuldbindingum sínum.
Það ætti því að vera algert forgangsatriði að þessi mál séu skoðuðu í heildarsamhenginu, með heildarhagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma fyrir augum.
Ef unnið verður út frá þeirri heift, þjóðernishyggju, misskilinni réttlætiskennd og skammsýni sem einkennir mikið af umræðunni á Íslandi í dag þá er hætt við að eftir standi samfélag sem hrekur þá einstaklinga frá sem mikilvægastir eru fyrir framtíð landsins og uppbyggingu.
sunnudagur, júní 21, 2009
Ég verð að segja það að ég skil ekkert í umræðunni á Íslandi hvað varðar Ice-save málið.
Hafandi búið í Þýskalandi undanfarin ár og þekkjandi þá sögu sem þar liggur hryllir mér meiraðsegja á köflum málflutningurinn.
InDefence hópurinn samanstendur af fólki heldur betur tengdu inn í pólitík. Einn af forsprökkunum er formaður framsóknarflokksins, annar er í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins og svo mætti lengi telja, þannig hin ópólitíska míta á sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Framsetning hópsins á skilaboðum sínum (ég er ekki terroristi) var líka forkastanleg. Myndir af hvítu fólki með skilaboðunum "ég er ekki terroristi" kallar algerlega og réttlætanlega fram ímyndir um kynþáttahyggju. Ég tók undir með hópnum til þess að byrja með en um leið og ég sá þessar myndir og fylgdi málflutningi hópsins eftir þá hryllti mér við. Illa farið með að mörgu leyti góðan málstað.
En að Ice-save málinu.
Það er engin spurning að þarna er mikið réttlætismál. Illa ígrundaðar viðskiptahugmyndir og hrikaleg framganga forsvarsmanna Landsbankans í þessu máli kalla vissulega á ítarlega skoðun. En hinsvegar er ekki hægt að líta framhjá því að það er á könnu ríkisins, ekki fyrirtækjanna sjálfra, að fara með eftirlit með þeim.
Það hefði átt að vera eftirlitsstofnunum klárt að þarna væru um hættulegt athæfi að ræða og átt að koma fyrr og skýrar í veg fyrir það. En þeirri skildu var ekki sinnt og því fór sem fór.
Auðvitað er ekki sanngjarnt að byrgðar þessarar hrikalegu yfirsjónar lendi á landsmönnum, börnum þeirra og barnabörnum en það er því miður óumflýjanleg staðreynd að svo verði að vera. Og það er ekki vegna þess að útlendingarnir séu svo vondir, heldur vegna þess að íslenskir viðskiptamenn hegðuðu sér eins og ræningjar í skjóli íslenskra stjórnvalda og því falla byrgðarnar á íslenks stjórnvöld - sem leiðir svo af sér að þær falla á íslenskan almenning.
Að semja ekki mun sýna umheiminum að við ætlum að viðhalda ábyrgðarlausum stjórnháttum, ætlum ekki að taka á byrgð á mistökum okkar og gefum skít í umheiminn.
Með öðrum orðum, við munum einangrast og það á tíma þegar við þurfum meira en nokkru sinni fyrr á umheiminum að halda.
Skiljanlega koma nú fram mótrök og benda á ömurlega framkomu breskra stjórnvalda í okkar garð og telja að þeirra hegðun réttlæti svipaða hegðun frá Íslendingum í þeirra garð.
Þessi röksemd er algerlega á viligötum. Annarsvegar tekur hún ekki raun-pólitík með í reikninginn (sem ósanngjarnt eins og það er leyfir svokallaðan double moral milli sterkra ríkja annars vegar og veikra hinsvegar) og hinsvegar lítur hún framhjá þeirri staðreynd að við berum hluta sektarinnar sjálf.
Bresk stjórnvöld sem stóðu veikum fótum og fengu allt í einu upp í hendurnar fréttir um að lítil eyja í atlandshafinu sem hefði grobbað sig af því árum saman að vera betri viðskiptamenn og verið að kaupa upp breska smásölu með skuldsettum yfirtökum væri nú annars vegar að lofa að verja fjármagnseigendur á heimamarkaði og hinsvegarfengu þeir staðfestar fréttir af stórfelldum fjármmagnsflutningum frá landinu.
Þegar haft er í huga að á bakvið þessar innistæður standa þúsundir einstaklinga með ævisparnaðinn sinn, sveitarfélög og líknarfélög margskonar þá er kannski ekki skrítið að bresk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun sem í baksýnisspeglinum var ekki rétt en miðað við forsendurnar á þeim tíma voru það, sérstaklega vegna þess að þau vissu það að í skjóli stærðar sinnar þá kæmust þeir upp með það.
Ég efast ekki um að íslendingar myndu rísa upp til handa og fóta ef spilinu yrði snúið við. Ef þetta væri spurning um ævisparnað þinn og minn og peninga krabbameinsfélagsins. Þá myndum við líka kalla á aðgerðir og vilja fá peningana til baka.
Þegar allt kemur til alls þá er lífið þannig að maður verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Og í þessu tilfelli bera íslensk stjórnvöld ábyrgð á vanrækslu sinni. Þau geta svo leitað réttar síns gegn þeim einstaklingum og félögum sem þeim mistókst að hafa eftirlit með.
Og þetta er líka hluti af stærri mynd. Við viljum vera hluti af alþjóðasamfélaginu. Og til þess að vera það þá verður maður að vera trúverðugur. Þegar maður hegðar sér eins og ribbaldi þá verður komið fram við mann eins og ribbalda.
Það eina sem þjóðir eiga í alþjóðasamskiptum, svo ég tali nú ekki um örríki eins og Ísland, er orðspor þeirra. Og það verðum við að verja, sérstaklega þegar það er líka hið rétt og ábyrga í stöðunni.
Auðvitað getur sú staða komið upp að við hreinlega getum ekki borgað þessar skuldbindingar. Að staða íslenska ríkissins, með uppsöfnuðum skuldum vegna hrunsins, verði þannig að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar (og þetta er raunverulegur möguleiki) þá verðum við að endursemja við skuldunauta okkar. Ef að trúverðuleiki okkar er í lagi, ef við höfum sýnt ábyrga hegðun og orðsporið sem af okkur fer sé að við höfum staðfestlega staðið við okkar í lengstu lög, þá munum við eiga raunverulega möguleika að semja og halda stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu - sem hluti af því en ekki útlagi.
Hvað varðar mögulega málsókn sem við höfum gefið frá okkur þá eru svona mál ekki eins og í einkamálum þar sem einn aðilinn kærir hinn og dómari úrskurðar. Báðir aðilar þurfa að vera sammála um málsóknina til þess að niðurstaðan sé bindandi. Annars væri þetta bara álit sem rétturinn myndi skila og slíkt myndi bara skilja deiluna eftir í lausu lofti. En á sama tíma hefðum við ekki aðgang að fjármagni, íslensk fyrirtæki byggju við minni tiltrú, krónan væri hluti af ótraustverðu hagkerfi og nágrannaþjóðir okkar væru ólíklegri en ella til þess að lána okkur ef á sama tíma við værum í málsókn gegn þeim.
Þegar allt er tekið saman þá hlýtur það að liggja í augum uppi að við verðum að semja um þetta mál en ekki hegða okkur eins þjóð sem neitar að bera ábyrgð á gjörðum sínum - og skapar sér þannig óvild vinaþjóða sinna og leggur grunninn að því að við endurtökum leikinn - því þannig er mannskepnan, þegar hún þarf ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þá endurtekur hún leikinn.
Þorleifur Örnfimmtudagur, júní 18, 2009
Það er merkilegt þetta stykki sem ég er að æfa hérna. með er leikari, 70 ara gamall, sem man tímana tvenna.
Hann flúði austur þýskaland 1958 til þess að geta orðið leikari. Hann hafði þá sótt um skóla, reyndar skólann sem ég seinna stundaði nám við, en verið hefnað á þeim forsendum að hann hafði þótt sýna af sér borgaralega hegðun. Svo vill til að hann hafði unnið sem ljósamaður í leikhúsi árið áður en hann sótti um og þegar kom að viðtalinu eftir að hann hafði leikið fyrir inntökunefndina, þá drógu þeir (auðvitað voru bara karlmenn í ríki hinna réttlátu) upp plagg, yfirlýsingu, þar sem kom fram að í starfi hafði hann þótt sýna af sér borgaralega hegðun. Og honum var svo tilkynnt að hnan hefði mikinn og góðan talent en það væri ekki nóg.
Og honum var hafnað fyrir vikið.
Daginn eftir stóð hann við landamærin með litla tösku með öllu sem hann átti og framvísaði litlu plaggi sem bauð hann velkomin til starfa í Vestur Þýskalandi. Hann fór aldrei til baka.
Hann yfirgaf fjölskylduna til þess að geta verið listamaður.
Við þetta er ekki annað hægt en að stoppa!
Og svo talar hann alltaf um okkur (vestur þýsku leikarana) og hina (austur þýsku leikarana) og i hvert skipti sem hann gerir það, afneitar hann eigin uppruna.
Lífið er stórbrotið þegar maður hlustar eftir því!
------------
í kjölfar þess sem ég skrifaði í gær, um að sovéski herinn hefði brotið uppreisnina á bak aftur, þá langar mig að birta þetta ljóð eftir Bertold Brecht:
To the cities I came in a time of disorder
That was ruled by hunger.
I sheltered with the people in a time of uproar
And then I joined in their rebellion.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.
I ate my dinners between the battles,
I lay down to sleep among the murderers,
I didn't care for much for love
And for nature's beauties I had little patience.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.
The city streets all led to foul swamps in my time,
My speech betrayed me to the butchers.
I could do only little
But without me those that ruled might sleep more easily:
That's what I hoped.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.
Our forces were slight and small,
Our goal lay in the far distance
Clearly in our sights,
If for me myself beyond my reaching.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.
II. You who will come to the surface
From the flood that's overwhelmed us and drowned us all
Must think, when you speak of our weakness in times of darkness
That you've not had to face:
Days when we were used to changing countries
More often than shoes,
Through the war of the classes despairing
That there was only injustice and no outrage.
Even so we realised
Hatred of oppression still distorts the features,
Anger at injustice still makes voices raised and ugly.
Oh we, who wished to lay for the foundations for peace and friendliness,
Could never be friendly ourselves.
And in the future when no longer
Do human beings still treat themselves as animals,
Look back on us with indulgence.
Brecht tók ekki þátt í uppreisninni, hann meiraðsegja neitaði þeim sem stóðu fyrir henni aðgangi að Berliner Ensamble leikhúsinu. Auðvitað var það gert til þess að halda leikhúsinu, því að hann sá fyrir að uppreisnin yrði brotin á bak aftur. En miklu seinna, stuttu fyrir lok lífs síns orti hann þetta ljóð, sambland af utskýringu, afsökun og réttlætingu.
En ljóð sem á vel við á uppreisnartímum.
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, júní 17, 2009
Loksins, veður hér í borg sem lifandi er við. Og þá á degi sem þessum.
Þjóðátíðardagur Íslendinga og fyrrum þjóðhátíðardagur V Þýskalands.
17, júní 1953 hófst uppreisn í Austur Þýskalandi þar sem verkamenn við Stalín Allee lögðu niður störf og söfnuðust saman fyrir framan skrifstofur flokksins við Leipzig strasse. Hópurinn móbíliseraði sig hratt og öruglega (minnti á uppreisn Parísar Kommúnunar) og varð ótrúlega hratt ógn við flokksvaldið.
Reynt var í tvo daga að stinga hausnum í sandinn en að lokum var eina úrræðið sem þeim datt í hug að kalla til Sovéska herinn, sem þeir og gerðu Herinn braut á nokkurra vandræða uppreisnina á bak aftur.
Eftir það varð 17.júni þjóðhátíðardagur Vestur Þýskalands.
mánudagur, júní 01, 2009
Stalín við Churchill á Teheran ráðstefnunni 1943
Stalín: "Við ættum að skjóta 50.000 þýska liðsforingja"
Churchill leit á hann með hryllingi.
"Bara að grínast" sagði Stalín og brosti út að eyrum.
Þessi brandari verður fyrst verulega fyndinn eftir að maður er búinn að sjá myndina "Burnt by the sun" eftir Nikita Michaelkov.
þriðjudagur, maí 19, 2009
Baldvin spyr áhugaverðar spurningar í commenti hérna að neðan: hvort að við værum jafn hrifin af Rómeó og júlíu ef við vissum ekki hver hefði skrifað það.
Hann vill að við leggjum til hliðar þekkingu okkar á Shakespeare og skoðum bara verkið í sjálfu sér
Þetta er góður punktur...
Ég mun svara honum ítarlega innan skamms á www.mittleikhus.blogspot.com
En hitt vil ég segja hér...
Að það sem gerir það að verkum að það er gott að vita eftir hvern verkið er, er það að maður getur staðsett verkið innan höfundarsafnsins, og þar með fær verkið sinn stað. Það er, maður getur borið verkið saman við önnur verk höfundar og þannig komist dýpra inn í það, skoðað það útfrá fleiri vinklum, en annars væri hægt.
Til dæmis er áhugavert að skoða nálgun Shakespeare að ástinni í Rómeó og júlíu annars vegar, þar sem eina útgönguleiðin er dauði, og jónsmessunæturdraumi hinsvegar, þar sem þau koma út úr skóginum í lok verksins og lifa hamingjusöm alla tíð eftir það. Hvað veldur mismunaid nálgun milli verkanna?
En þessi verk (sem bæði eru skrifaðu í kringum 1596) eiga það sameiginlegt að nota mun á nótt og degi (draumi og veruleika) sem bakgrunn verkanna. Shakespeare er hér mjög upptekinn af andstæðum (sem hann er reyndar alla tíð en hér er er það sérlega áþreyfanlegt þar sem hann notar mjög skýrar andstæður nótt vs dag, hatur vs ást, draumar vs veruleiki, húmor vs tragík) og því fær ímyndunaraflið hér lausan tauminn.
Það er heldur ekki tilviljun að þetta eru báðar fantasíur. Seinna koma svo söguharmleikirnir sem eru mikið mun jarðbundnari, en leikvöllur hinar mótsagnakenndu ástar eru fantasíur.
Það getur því komið sér vel, aukið mjög á skilning og mögulegan lestur að þekkja höfund og geta borið saman höfundarverkið.
Það þarf svo ekki að þýða að allt sem viðkomandi setur á blað sé helber snilld, ekki heldur hjá Shakespeare. Og auðvitað er það pínku hættulegt að hefja hann upp til skýjanna, en á hinn bóginn skora ég á hvern þann sem er að vinna að Shakespeare að komast hjá því að vera frá sér numinn af dýptinni sem hann býr yfir.
Það er nefnilega líka í lagi stundum að vera kjaftstopp!
Þorleifur
sunnudagur, maí 17, 2009
Þetta eru ótrúlegir tímar. Ég er að leikstýra stærsta verki sem ég hef fengist við hingað til og það gengur eins og í sögu.
Það er einhvernveginn svo mikil alvara í hlutunum án þess að fólk sé að taka sig alvarlega. Einhverskonar þrunginn léttleiki yfir öllu.
ég held persónulega að þetta séu áhrif frá Shakespeare sem smitist til okkar hinna sem erum að vinna að verkinu hans.
Eins og þýski rithöfundurinn Daniel Kehlmann sagði um Shakespeare.
"Það er ekki auðvelt að vera rithöfundur í heimi sem hefur framleitt mann eins og Shakespeare. en samt er það þó þannig að dvergurinn sér heiminn betur ef hann stendur á öxlum risa"
Þetta á við mig þessa dagana þegar ég er a leggja fyrstu drögin að Eilífri Óhamingu.
Ég er að reyna að horfa yfir völlinn. Skoða hvaða takmörk eru hugarfluginu sett þegar um sviðið er að ræða.
Sarah Kane sýndi svo ekki um villst að formið er verkfæri, ekki stjórntæki enda fylgdi hún í fótspor Shakespeares, en reyndi ekki að ganga þvert á hann.
Shakespeare skildi margbreytileika manneskjurnnar og miðlaði því í verkum sínum. Þau eru aldrei um eitthvað eitt, þau eru alltaf um margt. Rómeó og júlía er ekki bara um ást. Þetta er verk sem inniheldur svo stóran heim.
Þarna takast á englar og djöflar innra með okkur, mercútíó sem er eins og brennandi stjarna sem ekkert fær stöðvað frá því að brenna út. Frú Kapúlet sem neyðir dóttur sína í gegnum sama hryllinginn og hún sjálf þurfti að lifa við (Saudi Arabía) en stendur svo með manninum sínum þegar hann beytir ofbeldi til þess að ná sínu fram, Herra Kapulet sem er allra manna vitlausastur og léttastur - þangað til dóttirin stendur í veginum - þá fer hnefinn á loft.
Rómeó sem er ástfanginn af sjálfum sér fremur en nokkru öðru, Júlíu (í liði með Antígónu sem kvenkyns anarkisti en þegar þau mætast og verða ástfanginn - á algerlega fölskum forsendum - þá er það engu að síður satt. Allt leikur að andstæðum
Að vera eða ekki vera. Að leika eða ekki leika. Að elska eða ekki elska. Þetta eru ekki spurningar um annað hvort eða, hann skrifað persónur sem innbyrgja andstæðurnar og sýna þær á leiksviðinu. Og í því felst snilld Shakespeares, og mikilvægi leikhússins. Því að leikhúsið er sá staður einn þar sem samþykkt ríkir um að lygin sé veruleiki. Og þess vegna kann hin mennska lygi, það er hvernig við erum samansett úr mörgum andstæðum brotum, birst okkur á sviðinu
sem heild.
Og ef ekkert annað, þá er það það sem Shakespeare kennir okkur, að í okkur búa þessar andstæður og það eru þær sem gera mannskepnuna jafn stórkostlega og raun ber vitni.
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, maí 15, 2009
----------
Fannst upplagt að skrifa
Rómeo og júlía - uppsetningardagbók
Eins gott að byrja strax að halda utan um ævistarfið. Það gerir það enginn fyrir mann.
...
----------
Vandamálið við að vera sonur frægra foreldra er að geta ekki:
a. gleymt því að maður er sonur þekkts fólks.
b. Að aðrir geta það ekki heldur.
------------
Ég er að leikstýra Rómeó og Júlíu. Verki sem ég hélt að fjallaði um eilífa ást en kemur svo á daginn að fjallar um engla og djöfla, heilagleika og hið óhelga, sannleik og lygi, ginningarleiki, sýnispil, grímuburð og djúpstæða sorg. Og innan þessa ramma rúmast svo einnig...eilíf ást.
Þetta er líklega það sem gerir Shakespeare svona sérstakan, svona magnaðann, svona einstakann, að hann skilur að manneskjur eru ekki eitt, þær eru margt. Og í sínum fantasíuheimum finnur hann þessari sýn sinni farveg. Eitthvað sem maður ætti að hafa í huga nú þegar maður er að fara að skrifa nýtt leikverk.
Meira um Shakespeare hér
----------
Keypti mér nýútkomna bókina um Tom waits. Langar að lesa ævisögu manns sem segir aldrei saman hlutinn tvisvar í viðtölum. Er búinn að lesa fyrstu 40 síðurnar. Höfundurinn er í alvöru að reyna að skilgreina Tom Waits án þess að tala við Tom Waits. Eins og að reyna að skilja kamelljón án þess að horfa á rándýrin sem éta það.
Hann dregur upp svipmynd af horfnum fjölskylduföður og áhrifum þess á ungan Tom. Rökstyður þetta með lagasmíðum mannsins.
Höfundurinn ætti að lesa Shakespeare.
Ætla samt að lesa áfram, ef ekki til annars en að lesa mig til um manninn Tom Waits sem mig langar ekki að þekkja.
---------------
Ég stunda líkamsrækt þessa dagana. Það er frábært. Frábærlega borgaralegt. Ég reyni reyndar að komast undan því með því að stunda þær prívat og gjaldfrjálst inn á hótelherbergi hjá mér.
En ætli það sé ekki mótsögn í sjálfu sér.
-------------
Ég hef einnig haft tíma til þess að leita að mínum innri manni. Samkvæmt síðustu athugun er hann ennþá týndur. Þeir sem hafa orðið ferða hans varir eru vinsamlegast beðnir um að senda vísbendingar um dvalarstað til mín á Radison Sas í St Gallen.
Bankaleynd viðhöfð.
Góðar stundir
sunnudagur, mars 08, 2009
Afsakið þögnina en ég hef einfaldlega ekki haft eina tommu af tíma né krafti til þess að setja neitt niður, sem er náttúrulega synd enda eru þessir tímar þeir mögnuðustu í sögu lýðveldisins.
En kannski sá tími komi að maður finni þöfina - láti einfaldlega undan henni. hef hingað til fengið útrás með því að gera þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=GH4NSsiyel4
Bestu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Ég hef kannski, líklega ekki, en kannski einhvertímann mögulega gert mistök. Það gera allir mistök,maður er nú einu sinni mannlegur.
en það var ég sem varaði alltaf við stöðunni í íslensku leikhúsi. Það var ég sem varaði og varaði og varaði og engin var að hlusta.
Ég gekk á fundi leikhússtjórans og sagði frá, fór á leikhúsráðsfund og sagði frá. Ég reyndi að vara við en það var bara ekki hlustað.
Og svo er ráðist á mig. Það var ég sem sendi gagnrýnendum nafnlaust bréf um illan stand íslensks leikhúss. Það kom frá mér. Vegna þess að fólkið, áhorfendurnir, sem engum lengur treysta - þeir koma til mín. Og ég ber málstað þeirra áfram. Fyrir þetta fólk er enginn nema ég.
Og Guð.
Og því segi ég bara - komið til mín.
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
þriðjudagur, febrúar 10, 2009
Ég hef undanfarna daga verið á skíðum á Akureyri. Og um það er aðeins eitt að segja, þetta er stórkostlegt.
Einhvernveginn verður lífið einfaldara.
og í beinu framhaldi...
Davíð Oddson er búinn að missa vitið. Og þjóðin ættinginn sem er neyddur til þess að annast sjúklinginn. Ríkisstjórnin sprakk Davíð að meinalausu, þjóðin fór á hausinn Davíð að meinalausu, blóðugar óeyrðir á götum úti Davíð að meinalausu. Og nú er að skapast friður og þá skapar Davíð ófriðinn. Honum er algerlega sama hvað er í gangi, hann skal bara ekki gefa sig - sama hvað það kostar.
Og burtséð frá því hvort honum finnist það sanngjarnt eða ekki, hvort það ER sanngjarnt eða ekki, þá er seta mannsins sem hreykti sér af því að vera arkítekt íslenska efnahgasundursins ekki líðandi á meðan þjóðin kvelst.
Og þætti honum vænt um þjóðina sem kaus hann til embætta myndi hann nú sjá sóma sinn í því að draga sig í hlé.
Einnig er gaman að sjá hvernig hrunið hafa af honum bandamennirnar. Enginn eftir nema Kjartan og Hannes. Allir hinir komnir í skjól. Það er af sem áður var. Og nú munu þeir læra að það þarf meira en tvo menn, úr nánasta vinahring, til þess að endurskrifa söguna.
Varnaðarorð Davíðs, sem Kjartan og Hannes taka upp sem sannleik, hafa engir staðfest nema hann sjálfur. Þegar Kjartan ræðast af Jóhönnu og kennir bréfaskriftir hennar við Davíð með óbeinum hætti við hreinsanir Nasismans, þá hljómar það hálf tómt þegar í sömu svipan er lesið mun harðorðaðra bréf frá Davíð til Sverris Hermannssonar.
Hannes skrifaði meiraðsegja Wall Street Journal til þess að verja Dabba sinn en sýnin á samfélagið undanfarin ár sem þar birtist var svo brengluð að jafnvel hinir þröngsýnustu gátu ekki skrifað undir hana.
Íslensk þjóð er búin að fá nóg af Davíð og klíkunni hans. Þeirra tími er liðinn. Og þrátt fyrir það að erfitt sé að horfast í augu við það þá mun það nú gerast hvort sem menn vilja eða ekki.
Ísland er ekki nógu stórt fyrir Davíð og þjóðina, annaðhvort verður að víkja.
Þorleifur
föstudagur, febrúar 06, 2009
Það virðist vera að þó svo að eina bylting vesturheims í háa herrans tíð sé að baki þá hafi sú pólitíska alda sem hún reið á síður en svo lægt. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé upphafið af nýjum tímum, fullum tækifæra og magnaðra athafna.
Leikurinn stendur upp á endann, heimurinn stendur upp á endann. Það er eins og allir beri með sér leyndarmál en séu ekki vissir hvort þeir eiga að segja frá því, hvort að það megi kjafta. En svo hittir fólk fólk á hornum og í bókabúðum, hjá klipparanum eða í grænmetisdeildinni og kappræðurnar hefjast. Allir með sitt leyndarmál, sinn eigin skilning sem unnið var fyrir, sínu eigin samansafni af hugmyndum og hugarflugsbrotum sem það hefur safna saman og búið til mynd úr - sem það nú deilir af hjartans list.
Hagfræðiheiti - áður hluti af arkínu mál utan hversdagsleikans - er nú á hvers manns tungu, með hvers mann skilningi... Er þetta ekki stórkostlegt!
Allir eru með, og allir upplifa sig máttuga.
Nokkra daga í upphafi árs 2009 mátti fólk finna til sín. Og sama hvað gerist héðan af - þá getur enginn tekið þetta af því!
Bestu kv
Þorleifur
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Skrýtið væri ef stjórnmálamönnum þjóðarinnar væri ekki orðið ljóst að þeirra er það að endurreisa traust þjóðarinnar á sér, ekki öfugt.
Samt var það að heyra á þingumræðum í kvöld að þetta hefð farið ofan garð og neðan hjá sumum þingmönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks.
þó svo að maður hafi fullan skilning á því að menn upplifi sig ekki persónulega ábyrga eða einhver vilji þeim að hafa stefnt þjóðarskútunni viljandi í strand þá verða stjórnmálamenn að skilja hvert þeirra hlutverk er. Þeir sitja þarna sem fulltrúar þjóðarinnar, sem þjónar hennar og umbjóðendur.
Gleymi þeir því þá er voðinn vís.
Eins og í ljós hefur komið. Mikið hefur verið kvabbað um pólitíska ábyrgð - eða skort á henni. En staðreyndin er einfaldlega sú að ef enginn er hvatinn til þess að gangast undir ábyrgð þá gera menn það ekki. Á Alþingi situr núna maður, sannanlega kosinn af almenningi, sem staðinn var að verki við að stela fjármunum þjóðarinnar. Hvernig ætli sá maður líti ábyrgð sína fyrst þjóðin kaus hann aftur inn á þing. Hver eru skilaboðin sem það sendir öðrum fulltrúum og embættismönnum á íslandi.
Það virtist sama hvað gekk á, hvernig fiski og bönkum var úthlutað, hvernig dóms og embættismannakerfið fylltist af frændum, sonum og vinum - alltaf kaus fólkið sömu flokka aftur inn með nægt fylgi til þess að mynda stjórn.
Og því varð voðinn, að því leyti sem hann er heimatilbúinn.
En ég efast um að menn gleymi þessu í bráð og þeir sem enn hafa ekki áttað sig gera það - eða missi störf sín ella.
Bestu kv,
Þorleifur
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
Nú þegar rykið er að setjast þá er fróðlegt að horfa yfir völlinn og lesa í stöðuna sem komin er upp.
Er staðan betri en hún var?
Klárlega varð ríkisstjórnin að fara sökum mótmæla á götum úti, en það er ekki nóg að samþykkja þann gjörnað vegna þess að óeirðir brutust út heldur verður maður að spyrja sig hvert leiddi breytingin okkur?
Klárlega er komin ríkisstjórn sem skilur að hún verður að vera í stöðugum og miklum, gegnsæjum og upplýsandi samskiptum við þjóðina. Blaðamannafundur beint eftir fyrsta fund var snilldarleikur.
Á sama tíma eru Evrópumálin komin af borðinu. Þar sem það er klárlega stærsta mál okkar tíma þá er það afar miður.
Og tel ég það vera helstu ástæðu þess að ISG hélt svona lengi út í samstarfinu, að hún sá að xD var tilbúinn að þokast í evrópuátt. Þrýstingurinn var á þeim. Nú er sá þrýstingur úti og þá munu varla koma fram þeir Sjálfstæðismenn (allaveganna ekki forrystu kandídatar) sem taka klára og skýra stefnu í þessum málum. Og er það sorglegt.
Má því velta fyrir sér hvort að langtíma hagsmunum þjóðarinnar hafi þar verið fórnað fyrir skammtímahagsmuni þeirra sem reiðastir voru. Að fróun þjóðarinnar hafi kostað okkur einu raunverulegu útgönguleiðina.
Verði það raunin þá verður það sorgleg fylgja hinnar mögnuðu búsáhaldabyltingar, burtséð frá því að það var samskiptaleysi stjórninnar sem olli henni.
Mbk
Þorleifur
mánudagur, febrúar 02, 2009
Hæfileg þögn að baki - og nauðsynleg.
Það er ögurstund í sögu Íslands - já og líklega heimsins.
Græðgissamfélagið er hrunið og nú stendur í raun eftir sú spurning hvað hrynji með. Hrynur hugmyndafræðin að baki kerfisins algerlega eða tekst okkur að halda í það sem vel fór, þann grunn sem heillvænlegur er til langframa og henda hinu?
Og ef það er takmarkið, þá hlýtur spurningin að vera hvað var það sem virkaði og hver á að úrskurða þar um.
Ég er þeirrar óvinsælu skoðunnar að fólkið sem stóð í hringiðunni eigi að vera innan handar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er, það fólk sem hefur horfst í augu við sjálft sig og þátt sinn í því sem átti sér stað og er staðráðið að breyta öðruvísi næst, eigi að fá að vera með í uppbyggingunni.
Þegar ég stóð í rökræðum við mann út af þessu um daginn þá setti hann upp eftirfarandi dæmi, sem ég tel nokkuð gott:
Segjum sem svo að tölvuforritari setji upp forrit sem lítur vel út en svo kemur það í ljós að það er fullt af holum, hleypir alls konar skít inn og veldur loks hruni í tölvunni. Er hann besti maðurinn til þess að laga forritið, eða er málið kannski bara að skipta um forrrit.
Hann var á því að betra væri að skipta um forrit. Ég er algerlega ósammála.
Ég myndi hiklaust halda því fram að betra væri að halda forritinu (svo framarlega sem það hafi virkar ágætlega til að byrja með og sé byggt á skynsamlegum grunni) og fá sama mann og hannaði það og notaði, þurfti að sitja við og reyna að stoppa í glufurnar og varð loks undir, til þess að reyna að laga það. Vissulega myndi ég setja einhvern við hlið hans og velta upp grundvallarspurningum um kerfið, en ég tel að reynsla hans í kerfinu hljóti að vera uppbyggingu þess til góða (nema þá að hann sé þeim mun sannfærðari að hann hafi gert allt rétt og hann beri enga ábyrgð á hruni kerfisins).
En ef hönnuðnum er hent í burtu og nýr fenginn til þess að setja upp kerfið og það frá grunni þá eru allar líkur á því að hann falli í sömu gryfju og fyrsti hönnuðurinn gerði, það er að vinna það frá grunni.
Leiðin frammávið hjá mannkyninu hefur verið sú að eitthvað er reynt, það virkar eða klikkar, fólk lærir og heldur svo áfram. Sé maður þeirrar grundvallarskoðunar að a. Fólk sé almennt gott og vinni sína vinnu af heilindum og b. að þeir sem iðrast, vilja læra af reynslunni og gera það, sé fólk sem ætti að fá að vera með þá hlýtur sú lausn að teljast best að með víðtækara samráði þá geti það fólk sem vann í hagkerfinu okkar vissulega komið að uppbyggingunni og jafnvel gert kerfið okkar betra.
Hvernig á að gera það er náttúrulega risastór spurning og sú sem ég er nú að glíma við. Þetta er spurning okkar tíma!
Þegar maður að nafni Linus Thorvalds datt í hug að hanna nýtt stýrikerfi sem ætti að slaga fram úr öllum öðrum datt hann niður á þá hugmynd að hanna grunn sem hann myndi svo deila með stórum hópi notenda og hver og einn af þeim (viðkomandi þurfti að hafa grundvallarþekkingu á tölvuforritun til þess að geta verið með) gat sent athugasemdir, jafnvel innleitt úrbætur. Kerfið stækkaði og stækkaði og eru flestir á því nú til dags að þetta sé fullkomnasta tölvustýrikerfi heima.
Þessi hugmynd hefur svo sprottið upp hér og þar og með tilkomu Wikipedia þá varð þetta konsept komið in í hvers manns tölvu.
Mætti ekki hugsa sér að eitthvað svipað væri hægt að gera með stjórnskipan, stjórnarskrá, framtíðaráherslur hagkerfisins. Mætti ekki sameinast um grunn sem er svo sendur út og allur almenningur getur tekið þátt í því að hanna og móta. Svo er miðlæg miðstöð (tækniþing eitthverskonar) sem tæki þetta saman og loks eitthvert ákvörðunarferli.
Humm...
nóg í bili
Þorleifur