fimmtudagur, júní 18, 2009

Osnabruck 18 júní - gengur á með skýjum

Það er merkilegt þetta stykki sem ég er að æfa hérna. með er leikari, 70 ara gamall, sem man tímana tvenna.

Hann flúði austur þýskaland 1958 til þess að geta orðið leikari. Hann hafði þá sótt um skóla, reyndar skólann sem ég seinna stundaði nám við, en verið hefnað á þeim forsendum að hann hafði þótt sýna af sér borgaralega hegðun. Svo vill til að hann hafði unnið sem ljósamaður í leikhúsi árið áður en hann sótti um og þegar kom að viðtalinu eftir að hann hafði leikið fyrir inntökunefndina, þá drógu þeir (auðvitað voru bara karlmenn í ríki hinna réttlátu) upp plagg, yfirlýsingu, þar sem kom fram að í starfi hafði hann þótt sýna af sér borgaralega hegðun. Og honum var svo tilkynnt að hnan hefði mikinn og góðan talent en það væri ekki nóg.

Og honum var hafnað fyrir vikið.

Daginn eftir stóð hann við landamærin með litla tösku með öllu sem hann átti og framvísaði litlu plaggi sem bauð hann velkomin til starfa í Vestur Þýskalandi. Hann fór aldrei til baka.

Hann yfirgaf fjölskylduna til þess að geta verið listamaður.

Við þetta er ekki annað hægt en að stoppa!

Og svo talar hann alltaf um okkur (vestur þýsku leikarana) og hina (austur þýsku leikarana) og i hvert skipti sem hann gerir það, afneitar hann eigin uppruna.

Lífið er stórbrotið þegar maður hlustar eftir því!

------------

í kjölfar þess sem ég skrifaði í gær, um að sovéski herinn hefði brotið uppreisnina á bak aftur, þá langar mig að birta þetta ljóð eftir Bertold Brecht:

To the cities I came in a time of disorder
That was ruled by hunger.
I sheltered with the people in a time of uproar
And then I joined in their rebellion.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.

I ate my dinners between the battles,
I lay down to sleep among the murderers,
I didn't care for much for love
And for nature's beauties I had little patience.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.

The city streets all led to foul swamps in my time,
My speech betrayed me to the butchers.
I could do only little
But without me those that ruled might sleep more easily:
That's what I hoped.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.

Our forces were slight and small,
Our goal lay in the far distance
Clearly in our sights,
If for me myself beyond my reaching.
That's how I passed my time that was given to me on this Earth.


II. You who will come to the surface
From the flood that's overwhelmed us and drowned us all
Must think, when you speak of our weakness in times of darkness
That you've not had to face:

Days when we were used to changing countries
More often than shoes,
Through the war of the classes despairing
That there was only injustice and no outrage.

Even so we realised
Hatred of oppression still distorts the features,
Anger at injustice still makes voices raised and ugly.
Oh we, who wished to lay for the foundations for peace and friendliness,
Could never be friendly ourselves.

And in the future when no longer
Do human beings still treat themselves as animals,
Look back on us with indulgence.

Brecht tók ekki þátt í uppreisninni, hann meiraðsegja neitaði þeim sem stóðu fyrir henni aðgangi að Berliner Ensamble leikhúsinu. Auðvitað var það gert til þess að halda leikhúsinu, því að hann sá fyrir að uppreisnin yrði brotin á bak aftur. En miklu seinna, stuttu fyrir lok lífs síns orti hann þetta ljóð, sambland af utskýringu, afsökun og réttlætingu.

En ljóð sem á vel við á uppreisnartímum.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: