Osnabruck - Dagur - sól
Loksins, veður hér í borg sem lifandi er við. Og þá á degi sem þessum.
Þjóðátíðardagur Íslendinga og fyrrum þjóðhátíðardagur V Þýskalands.
17, júní 1953 hófst uppreisn í Austur Þýskalandi þar sem verkamenn við Stalín Allee lögðu niður störf og söfnuðust saman fyrir framan skrifstofur flokksins við Leipzig strasse. Hópurinn móbíliseraði sig hratt og öruglega (minnti á uppreisn Parísar Kommúnunar) og varð ótrúlega hratt ógn við flokksvaldið.
Reynt var í tvo daga að stinga hausnum í sandinn en að lokum var eina úrræðið sem þeim datt í hug að kalla til Sovéska herinn, sem þeir og gerðu Herinn braut á nokkurra vandræða uppreisnina á bak aftur.
Eftir það varð 17.júni þjóðhátíðardagur Vestur Þýskalands.
miðvikudagur, júní 17, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli