Stutt stopp heima eftir langa helgi (sem enn er varla hálfnuð). Ég var uppí bústað að vinna í framþróun Four-riders sem er lítill félagsskapur handritahöfunda sem hafa það að meginmarkmiði að verða frægir og ríkir í Hollywood ( og svona stunda list inn á milli)...
Fyrir utan alla klám- tippa- píku- og rúnkbrandarana þá náðum við miklum árangri, við lögðum niður útlínur fyrirtækisins, og allt er nú til reiðu að fara ú tí hinn stóra heim og sigra hann....
Eða eitthvað svoleiðis.
Annars er ég að basla við að skrifa pistil fyrir politik.is um Michael Moore. Og vinir mínir eru margir hverjir að níða hann um þessar mundir, fyrir það að vera ósannsögull og hlutdrægur, en ég trúi því nú sem fyrr að svona populistar séu afar mikilvægir, enda hvetja þeir okkur til að hugsa og taka afstöðu. Þá er maður ekki lenngur lokaður inn í heimi favisku og úrræðaleysis heldur opnar hugann og ert virkur þátttakandi í samfélaginu. Ef enginn ögrar manni er maður dæmdur til þess að fylgja sínum eigin hugsanahætti og oftar en ekki með frekar vondum afleiðingum.
Ég verð kominn aftur á mánudag og skrifa þá meira.
(þá mun ég uppfræða um hvort Neil Gaiman hefur svarað mér!)
Bestu kveðjur
Þorleifur
zorleif@hotmail.com
sunnudagur, apríl 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli