miðvikudagur, apríl 23, 2003

Þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir í lífinu þá finnst manni oft að um eitthvað stórkostlegt sé að ræða. Þetta er tilfinning sem stjórnar því hversu heitt eða mikið maður vonast til eða leitar eftir að hlutirnir gangi eftir. Ég hafði vonast til að komast í inntökuprófið í TEAK í Finnlandi. Ég sótti um án þess að kunna Finnsku sem var lykilatriði þar sem sagði að ekki yrðu teknir inn nemendur sem ekki kynnu finnsku en samt reyndi ég og vonaðist til þess að það gengi eftir. Vissulega var svo niðurstaðan sú að mér var ekki boðið að taka þátt í inntökuprófinu og ég tek það nærri mér!!! Af hverju gerði ég mér þessar væntingar þegar ég vissi að möguleikarnir væru litlir sem engir? AF því að um leið og ég var búin að sækja um þá var ég þess fullviss að þetta væri instrumental í lífi mínu. Alveg viss að þetta þyrfti að gerast en þegar ég horfi aftur á líf mitt sé ég glögglega að hlutirnir hafa oftar en ekki mun veigaminni hlutverk en ég ætlaði þeim í huga mér.

En hvað um það, ég verð bara að halda áfram og kannski neiðist ég til þess að vinna í Finnlandi næsta vetur!

Annars var ég heima veikur í dag og það er ekki til þess fallið að vekja upp miklar sigur og mikilmennskutilfinningar. Svona djöfuls slappleiki og ógeð eru af hinu illa.

Hvað varðar stjórnmálin þá er ég allt að því að verða þreyttur á þeim, þetta er sama staglið dag eftir dag. Í kvöld voru það Dóri og Steini og Dóri hljómaði að venju eins og hann búi við einhvern annan veruleika en við hin. Steini málefnalegur en ég er að verða svoldið þreyttur á vinstri grænum, þeir hafa allt á hornum sér. Standa fyrir fullt af góðum hlutum en koma þeim einhvernvegin skakkt frá sér.

Ætla að reyna að sofa þennan slojleika úr mér.

Þorleifur

Engin ummæli: