föstudagur, apríl 25, 2003

Hvernig á að þekkja lygara:

Þetta krefst mikillar æfingar og er ekki á hvers manns færi en ég læt nú samt eftir mér að gefa nokkrar góðar ráðleggingar.
1. Horfðu vel á samstarf munns og augna. Króníski lygarinn getur ekki látið það vera að glotta yfir því þegar hann segir eitthvað sniðugt
2. Fylgstu með því hvort hann sé að segja eitthvað í raun eða hvort hann tali eins og pólítíkus, segi margt en þegar uppi er staðið þá er ekkert innihald.
3. Ef hann er úr í stjórnmálafræði í HÍ undir leiðsögn Hannesar Hólmsteins þá er ekki ólíklegt að hann sé að fara með fyrirfram tilbúna ræðu orta til að afsaka allt það sem illt getur talist og ber þennan mann að varast undir öllum kringumstæðum.
4. Ekki samkjafta, hlustaðu bara af einbeitingu. Lygaranum er svo ummunað að þú komist ekki að því að að hann er að ljúga að hann mun missa sig að lokum.
5. Starðu í augun á honum og hreyfðu litla fingur vinstri handar.
6. Ef hann birtist á þröskuldinum hjá þér og segist vera að selja ryksugur, skelltu þá hurðinni og náðu í piparspreyið!!!

Og reyndu ná að komast að því hvort ég sé að ljúga þessu!

Engin ummæli: