miðvikudagur, apríl 23, 2003

Góðan daginn að nýju.

Það er skrítið hvernig svona hátíðir fara í mann. ég er einvhernveginn alltaf gjörsamlega uppgefinn eftir þær. Ég man ekki betur en þegar maður var yngri þá hafi það verið þannig að mann langaði að vaka og skemmta sér og vera með fullorðna fólkinu en þegar maður er loksins skominn í þann hóp (allaveganna að nafninu til) þá er þetta tóm pína og maður sér hvað það gamla hafði fyrir sér þegar það vilda halda manni í rúminu, fullkomlega ómeðvitandi um eftirverkanir engs svefns og mikilla mannfagnaða. En nú ræður maður sér sjálfur.....

En sumsé. á leiðinni eru nokkrir pistlar um hitt og þetta. Jafnrétti kynjanna og framsetningu stjórnmálamannanna.

SVo vil ég taka það fram vegna undangegninna skrifa að ég er ekki flokksbundin (nema í Sjálfstæðisflokknum, löng saga, nóg að segja að það hafi verið fullt af brennivíni og skortur á dómgreind) en eins og sakir standa þá finnst mér sem einn flokkur hafi öðrum fremur misnotað vald sitt og hyglt sínum svo að ekki sé framhjá því horfandi. (DÆmi þá er fjármálastjóri RVK Sjálfsstæðiskona en ég sé ekki marga í þannig embættum hjá ríkisapparatinu. Nei þar er flokkshollustan framar öllu).

Mín hugsjón er sú að ég geti stoltur sagt fólkinu sem þekkir mig erlendis að ég búi í lýðræðisríki sem sé yfir bitlinga og spillinguhafið.

Bestu kveðjur

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: