fimmtudagur, apríl 17, 2003

Ok, ég hef kannski verið full augljós í skrifum mínum um Dabba og the murderous CO. því ætla ég að geyma þá umstundarsakir og snúa mér að öðru.

Ég er haldinn mikilli ritstíflu þessa dagana. Mig langar að skrifa svo mikið svo mikið en einhvernveginn kemur svo lítið svo lítið út. Hvað það er veit ég ekki en það hlýtur að líða hjá (flest gerir það) . Það þarf samt ekki að þýða að það sé þægilegt meðan á því stendur og hvað þá síður ef það stendur í einhvern tíma. Mér finnst einhvernvegin eins og ég hafi tæmt mig og geti ekki fyllt aftur á battteríin. Þessvegna hef ég tekið þá ákvörðun að vinna við byggingavinnu í sumar (ef ég stend ekki við það vins. sleppið því að minnast á það við mig, né við vini mína sem alltaf eru að leita sér að skotfærum). Byggingavinna er ekki aðeins skemmtileg og áreynsluþrungin heldur býr hún einnig yfir þeirri náðargjöf að gefa heilanum á mér frí og það er eitthvað sem ég þarf nauðsynleg á að halda. ég held að ég sé um það bil að hugsa mig í hel. Verkefni eftir verkefni og ég virðist geta lúsað mig áfram í gegnum þau en áhugi og vinnugleði virðist vera á undanhaldi.

Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja ritstörf á hilluna, síður en svo, ég ætla hausnum á mér frí milli 7:30 og 18:00. Eftir það má hann fara aftur í gang og gera hvað sem hann vill, jafnvel skrifa. Svo vill þannig til að ég vann einu sinni sem blaðberi (í 2 vikur) og milli 6:30 og 8 á morgnana fékk ég margar af bestu hugmyndunum sem ég hef fengið. Og jafnvel þó að flestar þeirra hafi verið um blaðburðadrengi og þvíumlíkt þá voru það góðar hugmyndir engu að síður.

Get ekki staðist mátið:
Ingibjörg Sólrún frestaði utanlandsferð í morgun því kvisast hafði að Davíð ætlaði að mæta í Kastljósið (fyrst Inga ætlaði í ferðalag). Þetta frétti Davíð og mætti ekki. En Ingibjörg sat í sminkinu niður í sjónvarpi til í tuskið. Og í kjölfarið staðfestist það sem hún sagði um fjölmiðlana fyrr um daginn, þetta með hræðsluáróðurinn, þegar Sigmundur og Eva sögðu þau (Davíð og Ingibjörgu) ekki geta mætt og því væru nú komnir..... AF HVERJU SÖGÐU ÞAU EKKI AÐ DAVÍÐ HEFÐI EKKI MÆTT???? AÐ INGIBJÖRG VÆRI FRAMMI EN ÞAR SEM DAVÍÐ HEFÐI EKKI MÆTT FÆRI HÚN EKKI INN OG NOTAÐI ÞAR MEÐ UPP SINN TÍMA Í KASTLJÓSINU!!!

Og hananú.

Svo óska ég ykkur gleðilegra páska og þar sem ég ætla í bústaðinn (sem er vel búin að undanskildu internetleysinu) skrifa ég ekki aftur fyrr en á mánudaginn.

Engin ummæli: