þriðjudagur, apríl 15, 2003

Nú þegar fer að líða að frumsýningu þá verður einhvernvegin dagskráin þéttskipaðaðri. Ég hef ekki mikinn tíma og sá tími sem gefst fer í það að reyna að smíðapistil sem vonandi mun birtast hér á mánudegi eftir páska.

Horfði á sunnudagsumræðu í Kastljósi og enn var verið að ráðast á Ingibjörgu, þetta virðast vera samantekin ráð, enda eru DAbbi og Dóri saman í stjórn og Steini skítur á alla en virðist líta á SAmfylkinguna sem sinn höfuðóvin!!!

SVo situr hinn frjálsi bara og fylgist með.

Ég er afar skotinn í VG og tillögum þeirra að efla menntakerfið og finnst ótrúlegt að stjórnin stæri sig af því að vera fyrir aftan BNA sem er með milli 20 og 30% ólæsi! Ekki kalla ég það góðan árangur. En svo lítur hver sitt með sínum augum og í Dabba kemst ekkert fyrir nema karlmennirnir sem sitja í stórnunum í stóru fyrirtækjunum og hittast svo í kokteilpartíinu sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur einu sinni á ári til að samþykkja allt sem forystan segir og búa þá niður sem eru ekki sammála (enda sýndi sig að þjóðinni leiðist hrokin í þeim og kaus manninn sem var baulaður niður á þar síðasta fundi, mann ársins. )

En hroka er ekki hægt að sína fram á, hann er bara hægt að upplifa og þó Dabbi sé oft á tíðum fyndinn og skemmtilegur sem mannvera þá get ég ekkert annað en haft á honum megnustu andúð þegar horft er á gjörðir hans. OG eftir þeim er dæmt þegar uppi stendur.

Góða nótt
Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: