mánudagur, janúar 21, 2008

Góðan daginn

Ég tel að fáir myndu nú gráta það ef Bingi myndi finna sér eitthvað annað að gera, nema þá kannski helst hann sjálfur. Grátur hans á flokkþingi framsóknar virkaði svo vel að Clinton tók það upp.

Það eina sem ég myndi óska mér væri að Bingi fengi starf þar sem ekki er nokkur leið að hann geti haft áhrif á unhverfi sitt.

Vissulega væri það einhver bitlingur sem hann fengi, sérstaklega frá þeim vinum sínum sem hann hefur stutt með ráð og dáð í gegnum tíðina. En eiga þessir vinir hans ekki fyrirtæki í útlöndum, langt langt í burtu? kæmi það í raun ekki bara best út fyrir alla?

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: