Góða kvöldið
Fyrst vil ég óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með nýjan samstarfsflokk. Miðað við það sem upplýst hefur verið í dag um samskipti Dags. B og Ólafs þá mega þeir eiga von á góðu. Ekki það, þeir hafa reynslu af svona samstarfsmönnum.
Stjórn Reykjavíkurborgar er farið að vera eins og stemmingin á góðu sveitaballi, allir að reyna við alla.
Allir með öllum, allir að svíkja alla, og allir gleyma því sem sagt var í gær og lofa svo öllu fögru fyrir morgundaginn...
Nú er D búin að reyna við V og sofa hjá F og B, S er búið að sofa hjá öllum nema D, B er búið að sofa hjá öllum sem og botnfyllan Ólafur sem nú fullkomnar hringinn.
Vert er þó að geta þess að Reykjavíkurborg er stærsta fyrirtæki landsins, sem og grunnur flestallrar þjónustu sem fólk í Reykjavík sækir.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
PS: Reyndar gladdi það mig að eina manneskjan sem fannst til þess að óska Ólafi til hamingu var mamma hans, fallegt hjá vísi að koma því á framfæri.
þriðjudagur, janúar 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli