fimmtudagur, janúar 24, 2008

Góða kvöldið

Ég hef verið að hugsa. Það er ekki hægt að taka frá nýjum meirihluta að þeir hafa meirihluta. Og fyrst fólk sá ekki í gegnum framsókn og frjálslynda í síðustu kosningum þá má svo sem færa rök fyrir því að það eigi þessa borgarstjórn skilið.

En það er kannski ekki lýðræðið sem er að svíkja okkur, það eru stjórnmálamennirnir sjálfir. Sama hvernig þessu er snúið þá er ekki hægt að líta fram hjá því að D bauð manni sem búinn er að vera langdvölum frá vegna veikinda, og hefur á því tímabili ekki getað sinnt skildum sínum við borgarbúa, borgarstjórastólinn í þeirri von að valdagræðgi hans myndi verða til þess að þeir kæmust aftur til valda.

Ólafur getur talað eins og hann vill um málefnin sín en hefði hann tekið upp meirihlutasamstarf ef ekki hefði verið stóll í boði.

En ég veit ekki hvort er verra og gildissnauðara, hann að taka stólinn eða Villi og co. að bjóða honum hann.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: