föstudagur, janúar 25, 2008

Góða kvöldið

Orð dagsins er lýðræði.

Þetta orð hafa allir nota til alls undanfarna daga. Menn tala um misnotkun á því bæði í borgarráðssal og á pöllum, í fréttum og spjallþáttum, og ekki hefur nokkur pólitíkus opnað munninn í dag án þess að taka sér þetta orð í munn.

Ekki furða að hugtök séu að missa merkingu.

Frelsi... anyone... ?

Það er einnig áhugavert hvernig umræðunni um óhæfuna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið snúið upp í umræðu um mótmælin sjálf, ekki gegn hverju var verið að mótmæla. Borgaraleg sýn fréttastofu sjónvarpsins fékk hér að ráða.

Vona bara að þetta hafi ekki sömu áhrif og Kárahnjúkamótmælin, sem höfðu fullan rétt á sér en fréttaflutningur af þeim (sem og á stundum undarlega umfjöllun um þau í fréttum) gjaldfelldi algerlega málstaðinn.

Stundum er fólk einfaldlega reitt og afar skiljanlegt er að fólk taki út reiði sína á þeim sem ollu henni.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: