Góðan daginn
Egill Helgason fer mikinn og segir mótmælin á pöllum borgarstjórnar muni vekja upp samúð með Ólfi, nýjum borgarstjóra.
Gefur þar með í skyn að ef fólk lætur heyra í sér, grafi undan þeim málstað sem það er að berjast fyrir.
Þessi borgaralega sýn Egils er týpísk fyrir skrif hans. Hann vill ekki óróa, vill umræðu en að hún fari fram í ró og næði, án þess að í raun trufla neinn og taki alls ekki á sig öfgakenndar myndir.
Mig gleður hinsvegar að sjá fólk bregðast við á þennan hátt. Ef stjórnmálamennirnar hegða sér eins og fólkið sé ekki til (eða skipti ekki máli) þá var heldur betur kominn tími á að minna þá á það.
Ég leyfi mér að halda að köllinn muni glymja í eyrum Ólafs, Villi og co það sem eftir lifir stjórnartíð þeirra (sem ég spái að muni standa í 103 daga). Því það er ekki hægt að vona að mótmæli breyti einhverju á staðnum (við erum ekki í Frakklandi) heldur að þau ýti hlutunum örlítið í rétta átt.
Lengi megi því köllin hljóma.
Þorleifur
Berlín
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli