föstudagur, janúar 18, 2008

Góða kvöldið

Það mega þjóðverjarnir eiga að þó svo hér sé allt vaðandi í reykbanni þá hlusta fáir á.

Þetta truflaði mig svo sem ekki mikið þegar ég var heima en það er engu að síður þægilegt að sitja hér inni í reyknum þegar maður glímir við Danaprinsinn.

Reykbann stendur illa af sér umræðu um frjálsan vilja, en stendur ágætlega þegar um móral er rætt. Spurningin er nattúrulega sú hvort ríkið eigi að ákveða hvað mér er fyrir bestu og hvað ekki, og ef ríkið ákveður það þegar að reykingum kemur getur það ekki ákveðið fleiri hluti líka?

Drykkja er til dæmis afar slæm, líka í samfélagslegu tilliti, en það dettur fáum í hug að banna hana á almannafæri.

Með drykkjubanni mætti koma í veg fyrir fjölda umferðarslysa, heimilsofbeldi, ofdrykkju og svo framvegis. Og á sömu röksemdafærslu vissulega bannanlegt.

þess vegna urðu stjórnmálamenn að fela sig bakvið vinnulöggjöfina til þess að banna reykingar, sem heldur ekki heldur vatni því að ef eigendur innu á stöðum ætti það í raun ekki að vera hægt að banna þeim að reykja á eigin eign. Einnig væri hægt að hugsa sér að sér herbergi væru útbúin þar sem engin er þjónustan og því engin heilsufarsleg hætta sem steðja myndi af starfsfólki.

Þetta er samt eki leyft og fellir þetta þar með vinnustaðarverndina sem grunnforsendu.

Þar með er þetta móralskt bann.

Vissulega eru sterk mórölsk rök fyrir reykbannni. Unglingar byrja td. oft að reykja á kaffihúsum og ef hægt er að bjarga nokkrum undan því að byrja áður en valþroskinn er fullþroska þá er það í raun gott (og ástæða þess að ég get sætt mig við þetta).

En það breytir því ekki að þetta er hættulegt fordæmi, og ennþá hættulegra að bannið hafi verið sett undir fölskum formerkjum.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: