laugardagur, janúar 12, 2008

Góða kvöldið

Maður getur ekki annað en gapað yfir málflutningi Össurar Skarphéðinssonar varðandi ráðningarnar undanfarið. Framan af taldi ég að væri verið að reyna að dreifa athyglinni með því að fjalla um ráðningarnar sem hann stóð fyrir, enda virtist manni að hann hefði ráðið sérlega hæft fólk. Sérstaklega Guðna sem virðist hafa setið á dúxandi á skólabekk frá fæðingu, en eftir að hafa séð viðtalið í 24 stundum þá er vart annað hægt en að fyllast efasemdum um ráðningar hans líka.

Hann opinberar það að manneskjan sem ráðin var í ferðamálastjórann hafi fyllt út í umsóknarlýsinguna, en hver hannar hana? Ef búið er að ákveða fyrirfram hver verður ráðinn þá er lítið mál að hanna rétta auglýsingu, eða hvað?

-------------

Annars liggur maður sveittur á kaffihúsi í Berlín og reynir að koma honum Hamlet kallinum saman. En æfingar hefjast á þriðjudaginn.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: