Góða kvöldið
Berlín beið eftir manni köld og grá. Það er eitthvað skrítið á ferð þegar það er síendurtekin upplifun að Ísland sé Þýskalandi heitara. Heiljarðarverming er staðreynd, ég fann það á eyrunum á mér í gærkveldi.
Ég kíkti svo í gær á sýninguna Breaking News þar sem félagi minn Símon Birgisson er á sviðinu. Hann er ekki að leika sem slíkur, hann meira er að vera hann sjálfur í uppdiktuðu umhverfi. Og hann var flottur, þó svo ég hafi eitt og annað að athuga við sýninguna. (dómur kemur inn á morgun hér)
Í kjölfarið fórum við á hinn magnaða Berlínarklúbb White Trash fast food sem er að verða uppáhaldsstaðurinn minn í Berlín á Sunnudagskvöldum. Þarna sat maður í góðu yfirlæti og reykti eins og maður gat í sig látið mitt í nýsettu reykingarbanninu hér í Berlín og hlustaði á flott svart jazzband frá New York. Mikið betra gerist það ekki...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
mánudagur, janúar 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli