miðvikudagur, janúar 09, 2008

Góðan daginn

Já, það borgar sig að gráta í sjónvarpinu. Clinton sem hafði fengið ádrepur fyrir það að vera fjarlæg og köld svaraði allglæsilega fyrir sig er hún fékk tár í augun line on tv.

Og hefur nú unnið NH.

Þetta sýnir bara hversu háð bandarísk stjórnmál eru veðrum og vindum.

Fyrir 2 vikum var Clinton búin að vinna án vafa.
Fyrir 5 dögum var Clinton búin að tapa án vafa.
Fyrir 2 dögum grét Clinton í sjónvarpinu
Í gær vann Clinton.

Nú er bara spurning hvað Obama geri til þess að komast aftur framúr.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: