Góðan daginn
Zirkúsinn heldur áfram á Íslandi.
Um Guðna orku er lítið hægt að rífast. Maðurinn er svo hæfur að það má furðu sæta - eiginlega óhæfa. Hann er með á fimmta doktorspróf, hefur alltaf verið valinn fremstur í allt sem hann hefur komið nálægt og hefur komist langt og hátt í mun stærri samfélögum en Íslandi. Það að vera aðstoðar orkumálaráherra þýðir ekki að þú eigir heimtingu á því að fá top jobbið.
Þar að auki dregur þetta mál um hann Guðna athyglina frá aðal málinu og hinum raunverulega skandal, það er ráðningunni á Þorsteini Davíðssyni í dómara fyrir N-A.
Mogginn hefur reynt að snúa þessu upp í það að þetta sé árás á DAvíð sjálfan. Því fer fjarri. Þetta er árás á pólitískar skipanir. Auðvitað á ekki að halda því gegn mönnum undan hverjum þeir koma, en ef þeir eru ekki hæfastir og ráðherrar verða að grafa djúpt í réttlætingasekkinn til þess að skipa þá eru árásir réttlættar. Mætti jafnvel telja árásir við þessar aðstæður þegnlega skyldu og nauðsyn.
Það er í raun hjákátlegt að lesa réttlætingar Árna M Mathisen fyrir þessari skipun. Allt í einu er það talið mönnum til framdráttar við dómsskipanir að þeir tali góða íslensku, betra ef íslenskukunátta þeirra hafi nýst við val á verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar. Að því ógleymdu að Þorsteinn hefur sem aðstoðarmaður Dómsmálaráðherra víðtæka reynslu meðal annars í fjárreiðum ríkissjóðs!
Af hverju ekki bara að vera heiðarlegur ráða vini sína og syni þeirra opinskátt í stað þess að móðga okkur með því að láta eins og það sé hægt að rökstyðja þetta.
Þetta er til skammar og það eina góða sem úr þessu kemur er það að Árni M Mathiesen mun aldrei ná langt í pólitík.
Þorleifur
Berlín
þriðjudagur, janúar 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli