þriðjudagur, janúar 08, 2008

Góða kvöldið

Leikdómurinn er kominn inn hér

Ég var hvattur til þess í matarboði um daginn að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands.

Eins og gefur að skilja þá tók ég vel undir, hver myndi ekki taka vel undir slíkt, en bendi viðkomandi hjónum á það að eins glaður og ég væri með þetta þá væri einn smá búrókratískur galli á, maður þarf að vera orðinn 35 ára til þess að gefa kost á sér.

Við skeggræddum þetta eitthvað fram eftir nóttu en komust svo að þeirri niðurstöðu að líklega væri stjórnarskrábreyting sú sem nauðsynleg væri til þess að þessi hugmynd fengi brautargengi full mikið á sig lagt fyrir táknræna mótstöðu við sitjandi forseta.

Að halda því fram að asnalegt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta vegna þess að hann vinnur ber ekki bara á borð litla trú á lýðræðið heldur hitt að í stjórnmálum sé eitthvað til sem heitir að eyða tíma.

Steinunn eyddi tíma til þess að fjalla um ráðherra/frú málið. Hver tíma? ER Alþingi á kvóta? Þarf það að skila svo og svo mörgum lögum? Er það tilgangurinn með Alþingi?

Eða er hlutverk alþingis að spyrja spurninga, velta hlutum vel fyrir sér, koma fram með skynsamleg mál þjóðinni til heilla.

Nei, það er ekki út í hött að mótframboð við sitjandi forseta komi fram, það er lýðræðislegt og hollt.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: