Góða kvöldið
Frumsýning afstaðin og viðbrögðin með ólíkindum.
Ég hef sjaldan lent í erfiðara verkefni, enda aðstæður allar hinar verstu. 5 tíma verk á einum klukkutíma, æft með óreyndum nemum sem eru að leika uppfyrir sig í aldri og reynslu og það á 4 vikum.
En þetta hafðist! Og gott betur en það, menn voru almennt mjög hrifnir.
"Aldrei hef ég séð Hamlet áður sem leikinn er af jafn miklum léttleika í bland við alvöru og dýpt" sagði skólastjórinn og brosti út að eyrum. Hann hafði verið rödd efasemdanna á uppsetningartímanum. Var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu "ferðalagi" sem ég var alltaf að tala um. Að taka Shakespeare á orðinu og vinna hann af alvöru og festu, reyna að læra af meistaranum fyrst maður var að takast á við hann á annað borð.
Því ekki er til sá höfundur sem krefur jafn mikils af þér, enda er í hverri senu örmull vendipunkta (hafi maður áhuga á slíku), hver sena, hver karakter, hver situation er alltaf marglaga, allt er hægt að skilja á fleiri en einn máta og því er það mikið og erfitt verk að vinna það með leikurunum. Því að slíkt getur verið ferlega spennandi en á sama tíma erfitt. Það er ekki hægt að grípa í einn skilning og keyra á hann, maður verður að skilja og geta leikið með marga bolta á lofti. Og það er fyrir óvana næsta ómögulegt. En tókst í mörgum senum í kvöld.
Sumsé, það er stoltur leikstjóri sem fer að sofa í kvöld, sannfærður í sinni trú að leiklist er óútreiknanlegt ferðalag og ef maður trúir, treystir, víkur sér ekki undan og samþykkir ekki að stytta sér leiðir, þá sé áfangastaðurinn spennandi og hlaðinn gæðum.
Það er allaveganna mín reynsla.
Næstu daga er svo pása áður en lagt verður í næsta ferðalag.
Kannski maður kíki í bók...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með meistarann. Ég er viss um þín um danaprinsins sé miklu áhugaverðari en allar þær 385 uppsetnigar sem settar eru upp hér í Danmörku ár hvert!
Benni Gröndal
Til lukku með Hammarann!
Hlýjar kveðjur frá klakanum,
Denni
til hamingju með frumsýninguna elsku bró.. ég er búin að finna framtíðarstarfið... innpökkun í máli og menningu:D lítur út fyrir að fólk hafi afar gaman að því að ég geti skreytt pakkana þeirra með borðum og bréfi eftir kúnstarinnar reglum.... eða ég held mig kannski bara við heimspeki hagfræði og stjórnmálafræði og verð svo útúrlærð að ég enda sem vistmaður á kleppi:) gaman að þessu... ok bæ
Skrifa ummæli