Og hvað svo...
Eins og áður sagði þá var útlitið ansi dauft. Ekki það, þrátt fyrir allt svindlið hjá Esso eru þetta frábærar stöðvar sem slíkar (er að leita eftir sponsor til að opna eigin síðu) heldur hitt að í Egilstaðarþorpi kennir ekki margra fiska hvað hjálpsama viðmælendur eð anokkuð yfir höfuð varðar. ég gekk álútur að afgreiðsluborðinu þar sem afar glaðbeittur piltur stóð fyrir svörum (enda afar stutt í lokun og filliríið í huga hans um það bil að verða staðreynd). Ég tjáði honum um stöðu mína og hann greip í símann og hóf leit að edrú austanmanni sem tilkippilegur væri til að gera við dekk um hánótt og kannski keyra okkur svo uppá fjöll í leit að ökutækinu.
Ekki reyndist vera hörgull á viðgerðarmönnum (fullum og edrú) en hitt var annað mál að þeir kröfðust svífirðilegra 4000 króna fyrir greiðann ( og er þar ekki innifalið skutlið). Þar sem ég hef engan milljarðasjóð til að ganga í eins og sumir kolkrabbar (sem líka eru menn, ennþá að leita að sponsorum) þá var þetta ekki möguleiki. Maður hefði nú haldið að 100 milljarðarnir sem verið er að gefa þeim myndi draga úr græðgi gagnvart ferðamönnum en svo er ekki að sjá. Og ég læt ekki arðræna mig svo auðveldlega, frekar myndi ég sænga hjá bensíninu.
Þar sem ég er dagfarsprúður maður þakkaði ég afgreiðslumanninum glaðbeitta pent fyrir, snéri mér við og ætlaði að ganga út í nóttina þegar fyrir vit mér barst hugsýn ein mikil. Það var eins og allt í einu hafi fjögurra ára háskólanám gert tilgang sinn ljósan, allar stundirnar sem maður sat skjálfandi úti í horni að leika amöbu, hugarfárið yfir því hvort maður stæði sig sem spjótberi í Sheikspír, öll tilfinningasúpan sem hin mikla list kallar fram stóð þarna ljóslifandi frammi fyrir mér. Ég hafði lagt þetta allt á mig til þess að þetta andartak gæti orðið að veruleika... Hún stóð þarna!
to be cont...
föstudagur, ágúst 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli