laugardagur, ágúst 09, 2003

Góða kvöldið

Ég verð að hryggja trygga lesendur með því að ég mun fresta framhaldsævintýrinu um dag vegna ófyrséðra atvika sem komu upp í kvöld.

Um helgina byrja svo æfingar fyrir næstu sýningu hins Lifandi leikhúss að nýju og ber verkið nafnið PENTAGON. En meira um það síðar.

SVo er hægt að hlakka til pistils sem ég er að skrifa um reykingar og merkingar á pökkum. (kannski tilraun til að yfirvinna þá áráttu mína að kveikja mér átómatískt í sígó ef ég sé Þorgríma (skjótum reykingarmenn) Þráinsson, sérstaklega ef hann er úti að ganga með börnunum sínum)

Góðar kveðjur

Þorleifur

Engin ummæli: