Góða kvöldið
Og miðnætursagan heldur áfram fyrir spennta lesendur:
Þarna vorum við sumsé stödd, mitt í argandi óbyggðum um miðja nótt í svarta þoku. Það fyrsta sem kemur upp í hugann við svona aðstæður er að hlaupa útí náttúruna (helst nakinn) og ákalla hitt og þetta, stokka steina og hvað það sem fyrir hendi verður, jafnvel rolluna blessaða sem Bjartur elskaði svo mjög. En ég er yfirvegaður maður með eindæmum og brást því við með stakri ró, labbaði afsíðis og grét beiskum tárum og starði vonleysislega út í þokuna. Við vorum með sæng í bílnum og því var í raun ekki að örvænta, ég meina þetta var á aukavegi út af numero uno og einhver hlaut að eiga leið um fyrr eða síðar. ég settist því rólegur útí vegarkant og beið örlaganna eða kannski heldur tveggja ljósdepla í fjarska. Ekki þurftum við að bíða lengi þar til að krúsandi kom kaggi nokkur með tveimur ungmennum. Ég rétti út hendina og stoppaði þau með stæl.
Það góða við svona aðstöðu er að erfitt er fyrir ökumenn að keyra framhjá án þess að gera eitthvað í málunum. SAma hver sæti þarna útí kanti fólk verður að stoppa. Og fólkið sem stoppaði var ekkert sérstaklega ánægt með glaðninginn en ég lét það ekki á mig fá, fékk felgulykil, (sem skringilegt nokk vantaði líka. Það er eins og þessi bíll hafi verið hannaður til að fylla mannverurnar, sem gæddu hann lífi, skelfingu og vanmætti.) kippti dekinu karlmannlega undan og stakk því svo í aftursætið á nýja Subarúnum sem hafði stoppað og hlunkaði mér svo ofaná, svona til yndisauka fyrir samferðunga okkar.
Góðgjörðamenn okkar voru ekkert sérstaklega málreyfin en það kom ekki að sök því undirritaður hafði frá svo mörgu að segja (þetta hafi verið áhugavert ferðalag og ég er þess fullviss að þau hafi þakkað mér í hljóði fyrir frásögnina) Þau meiriasegja hækkuðu í tónlistinni fyrir mig, svona eins og ljúfur rythmi undir malið í mér. Og ég malaði þar til þau, frekkar snubbótt verð ég að segja, hentu okkur út á bensínstöðinni og báðu góðrar nætur! Góðrar nætur? Við vorum stödd á bensínstöð í forgarði leiðindahelvítis eina mínútu í lokun á sunnudegi verslunarmannahelgar! Góða nótt og hvað, sofa við dælu 1? Þetta var þá allt þakklætið eftir allar sögurnar sem ég sagði þeim! En maður má samt ekki missa trúna á mannkynið því í vændum var mikið ævintýri sem myndi sína fram á gæði mannsálarinnar og það að maður á alltaf að reiða sig á heppnina.
to be cont...
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli