Góða kvöldið
kominn heim úr innanlandsreisunni. Þetta var heldur betur skemmtilegt enda vantar nú sjaldan ævintýramennskuna þegar ég og mínir eru annars vegar. Sumsé, ég og unnustan keyrðum útúr akureyrarbæ um tvö leytið í gær á leið í skoðunarferð á mývatn (maður verður að fara reglulega þangað til að votta sprengisérfræðingunum virðingu sína og athuga hvort þeir hafa nokkuð fært út kvíarnar og sprengt kísilyðjuna). Við vorum rétt komin út fyrir fljótandi flugvöllinn þegar þeirri hugmynd skaust niður í kollinn hvort ekki væri bara sniðugt að fara að alla leið og keyra hringinn. Við ræddum þetta eitthvað og komumst að þeirri niðurstöðu að þar sem við hefðum farið hringinn tvisvar áður þá væri þetta upplagt tækifæri til að sjá hann einu sinni en og það á ferð. Svo vildi líka svo til að við eigum 4 ára sambandsafmæli í dag og því var þetta upplagt þar sem hringferðirnar voru einmitt til þess gerðar að konan mín yrði alveg yfir sig ástfangin af mér.
Og svo hættum við að tala og fórum að keyra. Þetta gekk allt saman að óskum. Mývatn var á sínum stað, kísilyðja og allt ( reyndar ætla þeir nú að fara að byggja bláa lón II og það verður gaman að sjá túrista í flashbakki með flugunet að striplast eitthvað undir spúandi kísilskrímslinu en það er önnur saga) og við kíktum á Kröflu (sem ég reyndar fann aldrei, gekk bara endalaust í hringi og benti eitthvað og vonaði að útlendingurinn myndi ekki komast að neinu. Samkvæmt mér urðu því 12 eldgos þar á 6 árum og hvert öðru hrikalegra ) og einhverja hverapytti, svona típískt túristabrall.
Við héldum sem leið lá austur. Hvað eftir annað rákumst við á skilti sem tilkynnir ferðamönnum að vegagerðin sé að byggja veg. Það er sem vegagerðin sé að byggja veg allstaðar og skiptir þá engu máli hvort vegurinn sé fullgerður eða ekki, það er verið að byggja. Væri kannski ekki sniðugra að setja bara eitt skilti í Reykjavík sem segði manni að verið væri að byggja veg og ef maður fer ekki af nr. 1 þá er verið að byggja veg! Þetta var eins og að ríkisstjórnin hefði fyrirskipað vegagerðinni að gera fólki það ljóst að verið væri að byggja í alvörunni burtséð frá því hvað væri í alvöru í gangi svo við gætum haldið í þá barnatrú að það sé í alvöru hagvöxtur og það sé verið að byggja upp landið. Svo eru þessir vegir við hliðina á vörðum sem standa á 10 metra færi alla leiðina frá mývatni til EGilsstaða. Það mætti kalla alvöru framkvæmd. Engar stórvirkar vinnuvélar (aðrar en hesturinn) heldur bara oldfasíon púl og grjótburður. En nóg um það, það var semsé verið að byggja og annað bar ekki fyrir augu alla leiðina austur að Egilsstöðum.
Þar settumst við inná lókal veitingastaðinn á Egilsstöðum. Þar var bara eitthvað sull á matseðilinum ef undan er skilið hreindýr sem er víst nóg af þarna fyrir austan. Eini rétturinn sem budgetið leyfði var hreindýrakássa en hún var ekki til svo ég endaði á því að panta mér lambakássu sem hefði sómað sér vel í matarborðinu á múlakaffi. Átum og upp í bíl að nýju og nú áfram, kannski alla leið til Reykjavíkur.
Nokkur orð um Egilsstaði: Þetta er skítapleis. Það er ekkert þarna, ekki nokkur skapaður hlutur. Jafnvel svo slæmt að krafaverkaálver dugar ekki til. En 100 milljarðir myndi hvort sem er ekki duga fyrir háskóla eða einhverju skapandi þannig að þetta er og verður skítapleis í fyrirsjánalegri framtíð.
En aftur af stað: Ég hef ekki tekið það fram hingað til að ekki var fyrir varadekki að fara í lánsbílnum en það eikur bara á spennunua við að fara yfir fjallvegi. Ég er líka þeirrar gerðar að ég fíla að stytta mér leiðir og þegar valið milli þess að keyra fjallveg til Hafnar og fara Austfyrðina alla og keyra 100 kílómetrum lengra er í boði þá vel ég alltaf fjallveginn, líka án varadekks. 40 kílómetrum frá skítapleisinu og 300 metrum yfir sjávarmáli, mitt á fjallvegi, rétt undir miðnætti í svartaþoku gerðist svo það sem hlaut að gerast. PÚFF!! og við föst. Kalt um niðdima nótt og kabúmm og nú voru góð ráð dýr.
To be con...
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli