mánudagur, júlí 21, 2003

Góða kvöldið

Ég ákvað þriðju helgina í röð! að fara með yndilegu konunni minni í sumarbústað. Það er eitthvað við það að yfirgefa borgina og radíóbylgjurnar sem gerir þetta að ómótstæðilegum kosti (kosti sem einungis býðst takmörkuðum fjölda mannkyns skyldi maður ekki gleyma). Við eyddum laugardeginum í tæplega 30 gráðu hita röltandi um ber að ofan (þ.e. ég) og veltum fyrir okkur hvar golfstraumurinn hafi verið framan af sumri.

Einnig hafið maður smá tíma milli formúlunnar og golfsins í kassanum til þess að vinna aðeins að komandi verkum. Fréttaleiksýningarinnar sem fer á fjalirnar á næstu vikum og svo í framhaldi 1984. Sú bók er eins og frábært kvikmyndahandrit og liggur við að maður geti sagt að hún skrifi sig sjálf. Eina sem mig vantar er barnakór sem má vaka langt fram á kvöld (anyone?)

SVo er bara að halda ótrauður áfram , njóta lífsins, læra að skipuleggja sig og kissa heiminn eða týnast ella.

Góða nótt

Þorleifur

Engin ummæli: