Góða kvöldið
Þetta er búin að vera alveg frábær vika. Eftir frummarann hófst nýr leiðangur inn í næsta verkefni hins lifandi leikhúss, röð stuttra verka byggðum á fréttum líðandi stundar. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um efnistök en þetta er allt í vinnslu.
Annars er útlit fyrir að verkefnið Aðfarir að lífi hennar hafi fallið í góðan jarðveg. Afar góð umfjöllun DV hefur síður en svo skaðað og mér sýnist sem að þetta gæti kannski bara gengið eitthvað áfram, og það án auglýsinga.
Þegar nýtt verkefni hefst má segja að innra með mér fari í gang örlítið stríð. GAmalkunnir vinir, væntingar og vonbrigði, kíkja í heimsókn og draga oftar en ekki fylgifiskana, hugmyndaótta og sköðunarþurrð með sér. En eftir að storminn er genginn yfir má lesa í táknin sem veðrið skyldi eftir og þar kennir oft margra grasa og hugmyndinirnar liggja sem hráviði. Á endanum verður þetta bara eins og lautarferð þar sem maður hefur með sér heim hluti, raðar þeim saman og úr verður fallegt verk.
Góða nótt
Þorleifur
föstudagur, júlí 18, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli