mánudagur, júlí 14, 2003

Góðan daginn

Kominn aftur úr stuttri útlegð í myndarplássinu Blöndós. Það er eitthvað heillandi við að koma út úr borginni, sjá sólina hverfa (álög sem ég verð að fara að sætta mig við) og fljóta undir hvalfjarðarhafið í átt til nýrra og spennandi menningarheima. Ekki það að borgin fylli mig ekki anda og gleði, það er frekar hitt að til þess að njóta hennar til fullnustu þá þarf maður að komast í burtu og anda nýju lofti, sprottnu (bókvarðan leiðreittir ef þetta er vitlaus beyging) af öðruvísi grasi í öðruvísi hugsunarhætti.

Sem minnir mig á að ég þarf að komast í þætti sem voru síndir á RÚV og nefndust "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Þetta var heimildaþáttur um bændur, need I say more! Hljómar hiillaríus.

Á þessarri svaðilför tókst okkur að setja bílinn útaf veginum og það er ótrúlegt hvað slík atvik geta gert fyrir karlmennskuna. Maður þarf að tjakka, bera steina, spóla, þykjast hafa vit á vélum, pæla um grip og þunga, reynt að lyfta bílum... sumsé alveg endalaus uppspretta karlmennskusýnar og reðursrembu.
(Komumst aftur uppá veginn eftir tæpa tvo tíma og einn bónda á traktor)

Annars er ég bara að reyna að plögga þessa blessuðu leiksýningu. Það er meira mál en maður heldur. Það er ef maður er einnig að leikstýra og fleira á sama tíma. Þetta eru alveg endalaus símtöl og sérstaklega ef maður hefur ekki efni á auglýsingum, því þá þarf maður að reyna að fá alla sem maður þekkir til að mæta og vonast svo til að það bersit með vindinum til allra hinna sem mann langar að þekkja.

SVo eru alltaf skyn og skúrir. maður þarf bara að muna að stundum er gott að blotna smá...

Bið að heilsa og góða nótt

Þorleifur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your blog keeps getting better and better! Your older articles are not as good as newer ones you have a lot more creativity and originality now keep it up!