miðvikudagur, júlí 16, 2003

Góða kvöldið

Jæja, þá er það komið og farið. Dagurinn sem ég þráði og kveið, kom í heimsókn, brosti vinalega, klappaði mér jafnvel á nakið, blikkaði liðið og kvaddi svo hljóðlega. En svo er víst daganna skipan.

Hvað mig varðar fer ég annars sáttur í rúmmið. Fyrsta frumsýning að baki og þó ég segi sjálfur frá vel heppnuð. Hvað þessir krakkar eru ekki búnir að leggja á sig til að skila verkinu og það gerðu þau svo sannarlega með glæsibrag. Erfitt er að vera eigin dómari, kviðdómandi, saksóknari og verjandi en ætli það sé ekki það sem þetta starf felur í sér. Leyfa þessum öflum að berjast innra með sér og þegar þokunni léttir leifa því sem situr eftir til að verða að list, að leiksýningu, að skilaboðum til þeirra sem á heyra.

En nú er ég aftur orðinn narsisískur.

flott afmæli og ég veit að tóma sætið á fremsta bekk brosti út að eyrum...

Þorleifur

Engin ummæli: