mánudagur, júlí 21, 2003

Góðan daginn.

Mér finnst bara eitthvða fyndið við að sitja við tölvu inn á skrifstofu LÍN og skrifa á bloggið mitt. Það er þannig að fáar stofnanir hafa verið mér meiri uppspretta gremju og biturleik en einmitt þessi hér. Henni virðist alltaf takast að vera akkúrat með regluna sem skemmir allt fyrir þér, viðmótið sem passar ekki líðan þinni, reglugerðir sem stangast á við (að maður telur sjálfur) grundavallarmannréttindi.

En svo er einnig gaman að skoða það hvaða áhrif þessi stofnun hefur á samfélagið. ÉG tel til dæmis að þessi stofnun halda uppi velflestum af börum bæjarins. Allaveganna eru þeir alltaf fullir af blindfullum stúdentum allar helgar og virðist svoldið skondið að skoða það í samhengi við endalausare kvartanir um hvað lánin eru lág.

Svo náttúrulega er þetta eitt af fáum jöfnunartækjum sem til er. Sjóðurinn á að sjá til þess að allir hafi jafnan aðgang að skólavist, burtséð frá efnahag og heimilisaðstæðum. En stendur hann virkilega undir þeirri staðhæfingu. Ef maður hefur til dæmis verið úthlutað það hlutskipti að vera af fátæku fólki eða drykkjufólki sem ekki á nokkurn hlut. Það ætti á blaði ekki að geta staðið manni í vegi fyrir því að fá lán, er það nokkuð? En svo vill til að maður þarf að hafa ábyrgðarmann til þess að geta fengið lán hjá sjóðnum og ef foreldrar þínir drukku allt frá sér eða töpuðu því í lífsins olgusjó þá bara sorry. En samt hefurðu jafnan rétt til þess að mennta þig. Skemmtu þér vel.

Svo væri líka gaman að fá upplýsingar um það hjá bönkunum hversu mikið þeir hafa af námsmönnum á ári í vexti af yfirdrættinum sem þeir bjóða námsmönnum uppá á kostakjörum. Aðeins 12,9. Þetta eru svipaðir vextir og boðið er upp á ef þú ert að greiða dráttarvexti af gjaldföllnu láni í flestum örðum löndum. Það segir mér enginn að þetta sé ekki úthugsað hjá yfirvaldinu, gaman væri bara að vita hvað þeir fengju í staðinn. Sem dæmi þá er það þannig í Finnlandi að námsmönnum eru boðin uppá vaxtalaus lán á meðan þeir eru í námi því bankinn sér sér hag í því að vinna sér inn ánægju og traust ungra menntamanna. En ekki er það skrifað í skýin að Íslendingar muni gera neitt í þessu á næstu árum eins og þjónustulund fyrirtækja og þjónustukröfu neytenda er háttað.

Mér finnst gott að til staðar sé batterí eins og LÍN. En mun betra væri ef bastteríið inni fyrir hagsmuni þeirra sem þar að njóta þjónustu þeirra.

Bestu kveður

Þorleifur

Engin ummæli: