laugardagur, janúar 09, 2010

Halló

Ég er staddur í skrítnustu borg þýskalands, Osnabrück.

Ég get ekki alveg lýst því af hverju mér líður svona með þessa borg, hvað það er við hana sem gerir hana svona fráhrindandi, en líklegast er það sú staðreynd að þessi borg er sú borg Þýskalands þar sem flestir telja sig vera ánægða með eigin tilveru.

Þetta er sumsé hamingjusamasta borg Þýskalands.

Þeir sem þekkja Þjóðverja vita að hamingjusamur Þjóðverji er hættulegur Þjóðverji. Hvað þá þegar hrúga af hamingjusömum Þjóðverjum koemur saman. Það ætti auðvitað að vera nóg til þess að hræða hvern sem er!

Það er eins og það deili allir einhverju leyndarmáli og ég sé sá eini sem ekki fæ að vita hvað það er. Smá svona Planet of the apes...

Svo er risastormur sem kannski er að loka mig inni í borginni til morguns, en ég ætla að taka sénsinn og stefni nú ótrauður á lestarstöðina.

Bk

Þorleifur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

lesa allt bloggid, nokkud gott

Halldór Bjarki sagði...

Osnabruck er í mínum huga skiptistöð. Staðurinn, þar sem maður skiptir um lest þegar maður er á leið í suðvestur. Mjódd Þýskalands. Nú eða skiltið sem segir, að hér eigi að skipta um hraðbraut og beygja til hægri. Þekki hana annars bara af útsýninu frá lestarstöðinni að nóttu til. Það er erfitt að ímynda sér að það búi hamingjusamt fólk í borg sem maður hefur bara séð frá þeim sjónarhóli.