miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Góða kvöldið

Skrýtið væri ef stjórnmálamönnum þjóðarinnar væri ekki orðið ljóst að þeirra er það að endurreisa traust þjóðarinnar á sér, ekki öfugt.

Samt var það að heyra á þingumræðum í kvöld að þetta hefð farið ofan garð og neðan hjá sumum þingmönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks.

þó svo að maður hafi fullan skilning á því að menn upplifi sig ekki persónulega ábyrga eða einhver vilji þeim að hafa stefnt þjóðarskútunni viljandi í strand þá verða stjórnmálamenn að skilja hvert þeirra hlutverk er. Þeir sitja þarna sem fulltrúar þjóðarinnar, sem þjónar hennar og umbjóðendur.

Gleymi þeir því þá er voðinn vís.

Eins og í ljós hefur komið. Mikið hefur verið kvabbað um pólitíska ábyrgð - eða skort á henni. En staðreyndin er einfaldlega sú að ef enginn er hvatinn til þess að gangast undir ábyrgð þá gera menn það ekki. Á Alþingi situr núna maður, sannanlega kosinn af almenningi, sem staðinn var að verki við að stela fjármunum þjóðarinnar. Hvernig ætli sá maður líti ábyrgð sína fyrst þjóðin kaus hann aftur inn á þing. Hver eru skilaboðin sem það sendir öðrum fulltrúum og embættismönnum á íslandi.

Það virtist sama hvað gekk á, hvernig fiski og bönkum var úthlutað, hvernig dóms og embættismannakerfið fylltist af frændum, sonum og vinum - alltaf kaus fólkið sömu flokka aftur inn með nægt fylgi til þess að mynda stjórn.

Og því varð voðinn, að því leyti sem hann er heimatilbúinn.

En ég efast um að menn gleymi þessu í bráð og þeir sem enn hafa ekki áttað sig gera það - eða missi störf sín ella.

Bestu kv,

Þorleifur

1 ummæli:

Unknown sagði...

þarna mæltir þú heilt, mun hrifnari af þessum orðum en þínum síðustu.

takk fyrir góðan teksta

Starri.