En er það hægt.
Svona einvhernveginn standa málin fyrir mér:
- 53.363 Íslendingar hafa skrifað undir skjarinn.is og er tilgangurinn þar að draga RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta kemur í kjölfar uppsagna allra starfsmanna fyrirtækisins og í stað þess að leggjast í kör þá snúa þeir taflinu við og efna til stærstu undirskriftarsöfnunar í Íslandssögunni. Flott framtak og eftirtektarverður baráttuhugur.
- 4.420 hafa skrifað undir kjosa.is sem snýst um það að knýja stjórnvöld til kosninga. Þegar þetta er skrifað hafa stjórnvöld ekki svarað því hvort boðað verði til kosninga að öðru leyti en því að forsætisráðherra segir að það sé ekki á dagskrá.
Niðurstaðan er sú að rúmlega 10 sinnum fleiri eru tilbúin að leggja nafn sitt við að halda auglýsingarsjónvarpsstöð gangandi en að krefjast þess að hið lýðræðislega gangverk virði vilja fólksins.
Og við erum undrandi á því að það sé komin kreppa?
Þorleifur
1 ummæli:
Jo - ekki nóg með væl um tekj urS1 þá hafa línu sogandi auglýsingamen S1 verið með tekjur vel frá 1 mill - 2 mill per mánuð fyrir utan það sem þeir hafa tekið framhjá fyrirtækinu í augl. skipti-díla svo sem eitthvað fyrir heimilið eða nýbyggingu (yfirmaður augl. rekinn nýverið vegna þess), en þetta er útúrdúr frá aðalatriðinu. En við erum glötuð frændi vonandi að listin þín færi okkur von- kveðja frá frænda berlínar elskenda
Skrifa ummæli