Góða kvöldið
Það segir einhversstaðar að skoðanir séu eins og rassgöt, allir fá að njóta þess að hafa eitt slíkt.
Ég hef mikið verið að hugsa um þetta í dag.
Ég er fullur skoðana, oftar en ekki, fyllri en ég kæri mig um eða er gott fyrir mig.
En það er svo skrambi erfitt að njóta þeirra ekki.
Maður nýtir þær til þess að kasta skoðunum sínum á heiminum og lífinu fram, á stundum sýna snilli sína, reyna að koma öðrum upp á eigin sjónarhorn, kemur jafnvel fyrir að maður opinberi fordóma sína.
Þar með er ég ekki að segja að skoðanir séu að hinu illa, þær eru það ekki, en spurningin er hversu háður maður er þeim, hversu óhagganlegur maður stendur á þeim og hversu mikilvægt það er manni að aðrir fallist á þær.
Og þær geta verið mönnum eins og mér stórhættulegar, sérstaklega þær sem byggjast frekar á tilgátum en raunverulegum staðreyndum. Því slíkar skoðanir eru byggðar á fordómum og um fordóma hefur eftirfarandi verið sagt:
Það er til prinsipp sem stendur í vegi fyrir öllum nýjum upplýsingum, virkar sem mótrök í hverju samtali og getur ekki annað en haldið manni í ævarandi fáfræði, þetta prinsipp er dómur áður en rannsókn hefur farið fram.
Svo mörg voru þau orð.
Þorleifur
sunnudagur, apríl 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.
hæ bró bara að segja þér að mér gekk ótrúlega vel í prófunum, fékk alveg þrjár 8 og eina 8,5 þannig ég hafði rangt fyrir mér og þið rétt fyrir ykkur:) á svo bara eftir að fá einkunn fyrir verkefnið mitt um Samuel P. Huntington um árekstra siðmenninga.. allavegna langaði bara að monta mig:)
elska þig bró og vona að allt gangi vel í smábænum í þýskalandi;)
Skrifa ummæli