fimmtudagur, desember 20, 2007

Góðan daginn

Vinur minn sendi mér bréf í dag þar sem hann kvartar yfir því að honum sé það ófært að skrifa grein gegn einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Orsakar ófærðar sinnar rekur hann til þess að allt sem hann skrifi gegn hinni kapítalísku stefnu hljómi eins og það sé 25 ára gamalt.

Og ég tel að þetta sé rétt hjá honum. Það er næsta ómögulegt að skrifa gegn kapítalsimanum (vilji maður það) þar sem umræðan hefur överið efnahagsvædd. Með því á ég ekki við að þetta sé eitthvað miðstýrt plott hægri manna og kapítalista, heldur hitt að kapítalisminn þurfti svo lengi að berjast fyrir tilveru sinni að þegar han varð svo loks ofaná þá var orðræðan orðin algerlega einhliða.

Ég er á því að kapítalisminn sé besta samskiptakerfi vöruskipta sem við eigum. Það þarf ekki að þýða að það sé líka besta samskiptakerfið þegar að mannlegum samskiptum kemur, þegar að tilfinningamálum á samfélagslegum grundvelli kemur, þegar þetta snýst um það sem hagkerfið nær ekki utan um.

Kannski þurfum við að hætta að berjast fyrir kapítalismanum og meðtaka hann eins og hann birtist (sem þýðir ekki að við eigum að hætta að bæta hann og lagfæra) og með því þá að opna fyrir önnur kerfi mannúðlegri samskipta til þess að ræða það sem ekki er hægt að telja í krónum og aurum.

Meðal annars heilbrigðiskerfið...

Þorleifur
Ísland

Engin ummæli: