miðvikudagur, október 12, 2005

Góða kvöldið

ÉG var að koma úr leikhúsinu af sýningu Ungverska leikhópsins Kreatör á verkinu Fedru í nýrri gerð ungs Ungversks leikskálds.

En ég lofaði að tala um það sem ég hef rekið inn hausinn hingað til.

Fyrst:

Ég sá sýningu í Volksbuehne. Sýningin var sögulegt verk frá Brasilíu, um uppreisnina í kjölfar þess að nýlendustefnan leið undir lok. ég get ekki sagt að ég hafi skilið mikið, þar sem sýningin var á portúgölsku (með þýskum undirtitlum) en það get ég sagt að þegar búið var að draga mig upp á svið þar sem ég dansaði og dó loks var ég á því að þetta væri með því skemmtilegra sem ég hafði séð (eða réttara sagt tekið þátt í). Búið var að rífa öll sætin út úr leikhúsinu og byggja ramp sem náði frá leiksviðsbaki upp undir rjáfur. Pallar röðuðu sér eftir veggjunum og áhorfendur sátu á hörðum trébekkjum (í alla 6 tímana!).
En aftur að mér dauðum á sviðinu. Ég leit út undan mér og sá þar sem maður stóð upp á palli, haldandi á skammbyssu og að rúnka sér. Hann skauta svo úr byssunni á því mómenti sem hann brundaði yfir pallbrúnina og yfir þann sem fyrir skotinu varð.
Og þetta var bara byrjunin. Mér fór hægt og hægt að hætta að lítast á blikuna. Við fylgdumst með innrás hersins í lítið þorp. Þegar þorpið náði að hrekja honum þá kom næsti og svo næsti og svo næsti og svo næsti. Og alltaf var það sama sem hrakti hernum frá, naktar konur. ég var ekki viss um að ég væri í leikhúsi lengur þegar hermennirnar (í 4 skipti) skriðu yfir sviðið og inn í klofið á konum sem lágu á gólfinu og sleiktu. Allir nema einn, hann var með myndavél sem hann tók með sér og voru sköp konunnar allt í einu heljarstór á skjánum og svo fór hann að sleikja. Í lokin voru allir naktir, lítill drengur var skotinn og leikstjórinn hélt langa ræðu og lét klappa lengi lengi fyrir sér.
Ef þið eigið í erfiðleikum með að skilja þetta þá vitið þið hvernig mér leið á sýningunni!

Önnur:

Glæður og Refsing eftir meistara Kastorf. Kastorf er einn sætrsti leikstjóri Þýskalands og hefur verið leikhússtjóri í Volksbuehne í meira en 13 ár. Í þetta skipti réðast hann á Dostójevskí ( í fjórða sinn). Sýningin var 5 tímar og hafði þá verið stytt um einn og hálfan tíma. Í raun þarf ég að skrifa alveg sér pistil um vinnaðferðir þesa manns sem vægast sagt eru stórmerkilegar en í þetta skipti verður smá umfjöllun um verkið að duga.

Frá upphafi er Rosja alveg snar ruglaður. Hann er vafrandi um sviðið ælandi og öskrandi. Hendir hlutum og ég veit ekki hvað. Á þessum tímapunkti var ég að velta því fyrir mér hvernig ætti seinna að sýna kvalir hans og pínu, maðurinn væri greinilega geðsjúkur og því væri morðið sem framundan var sér skýringar í sinnissýki, ekki heimspekilegum pælingum og stórmennskubrjálæði, uppgjöri vð sál og Guð eins og í bókinni. En einvhernveginn tókst Kastorf ( sem er ekkert allt of mikið að velta Aristótelesi fyrir sér þegar kemur að uppbyggingu) að lægja öldurnar innra með honum þannig að þegar hann fermur morðið þá taka við miklar vangaveltur og áferð verksins breytist öll.
Kastorf vinnur ætíð mikið með videó, fólk fer inn og út úr húsum og þegar það er inni þá er það tekið upp og sýnt í beinni á stórum skermum. Í þetta skipti var leikmyndin 3 hæða hús og áfastur gámur. Vinkona mín frá Ungverjalandi sagði mér að hún þekkti þetta hús, svona væru gömlu kommahúsin heima. Rosja var ætíð á sviðinu (eða á videó) og þegar paranojan var að taka yfirhöndina þá braust hann inn í gáminn og stóð upptökustjórana að verki. Snilldarlegt move. Allt í einu var formið orðið að geranda í verkinu. Hann lét svo drepa þá til þess að losna við njósnarana.
Kastorf er ekki annt um upprunalega texta og hvað þá síður að það skiljist sem leikararnir eru að segja. En það skipti einhvernveginn ekki máli, maður skildi á einhverju plani alltaf það sem fram fór og þær tilfinningar sem glímt var við.
Reyndar fór manni að leiðast þegar videóið fór að taka yfirhöndina, í síðari hlutanum þá held ég að 80% af tímanum ( sem var rúmir 2 tímar) þá hafi videó verið í gangi en sviðið tómt. Og þegar leikararnir er ekki á svæðinu þá dettur út einhver tenging sem er nauðsynleg. En þá getur maður bara lagt sig eða farið á barinn.
Einnig þá datt verkið alltaf niður af og til þegar leikararnir tóku sig til, drógu fram stóla, settust óupplýstir á sviðskörina og duttu niður í langar samræður um tilgang lífsins og tilvistarkreppu persónanna.

En engu aðsíður þá var þetta frábær leikhúsupplifun. Maðurinn er meistari, á því er engin vafi, það þarf bara að læra að meta hann og njóta þess að fljóta með þegar hann fer í gang.

Það er verið að henda mér út og batteríið er búið svo ég verð að biðja að heilsa í bili.

Klára von bráðar.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: