þriðjudagur, október 11, 2005

Góða kvöldið

Aldrei hættir maður að læra.

Talvan mín ákvað fyrir skemmstu að slökkva á sér og kvað upp um það að talvan hefði látið lífið.

Ég fékk náttúrulega kast og hringdi heim.

Elskulegheitin sem mér voru sýnd hjá EJS voru til fyrirmyndar. Ég fékk sendan nýjan skjá um hæl með fyrirmælum um að setja hann bara sjálfur í lappann minn.

nú, það hélt ég nú.

Beið svo og beið og loks kom skjárinn. Þorleifur settist þá niður, skrúfaði allt apparatið í sundur og kom nýjum skjá fyrir. Talvan mín er komin í lag og það var ÉG SEM GERÐI ÞAÐ!!!

Í öðrum fréttum (og ekki sov mikilvægum) þá er Merkel orðinn kanslari þýskalands. Frábært, þá getur frjálshyggjan farið að taka sér bólfestu. Reyndar í samstarfi við Sósíal Demókrata þannig að ekki er öll von úti enn en það verður spennandi að fylgjast með því hvernig fer hér.

Á morgun ætla ég að birta leikdóma um tvær sýningar sem ég hef séð hér nýlega, Faust II eftir Thalheimer og Glæp og Refsingu hjá Kastorf í Volskbuehne.

Þangað til bið ég að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: