Góðan daginn
Stutt og laggott.
Þá er ævintýrið að hefjast, ég er kominn til Köpen þar sem ég bíð eftir flugvél til Berlínar.
Þetta er ákveðin óvissuferð þar sem ég veit ekki hvað tekur við, en hvenær gerir maður það???
Það birtist grein eftir mig í miðjuopnu mánudagsblaðs Fréttablaðsins þar sem ég er að fjalla um ástandið í New Orleans þar sem samfélagið virðist hafa hrunið til grunna og tel ég það vísbendingu um hvernig misskiptingin í BNA fer með samfélagið.
Annars er ég á því að flugvöllurinn eigi að fara úr vatnsmýrinni og flytja hann til keflavíkur.
Ég vona að veðrið verði gott við ykkur og hér getið þið fylgst með því sem fyrir augu ber í berlín.
Þorleifur
mánudagur, september 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli