Góðan daginn
Þetta er greinin sem birt var eftir mig í Fréttablaðinu á mánudaginn. SVo hef ég verið að skoða heimssíðurnar og það virðist vera sem svipaðan lestur megi finna á síðum ekki ómerkari blaða en NYtimes og WP.
hér er greinin:
Samfélag á hamfaratímum
Það eru skelfilegar fréttir sem berast okkur frá Bandaríkjunum þessa dagana. New Orleans er á kafi, lík fljóta um í vatninu, þúsundir manna húka á húsþökum í veikri von um björgun áður en hungrið og þorstinn ber þau ofurliði, hætta er á farsóttum og uppbyggingarstarfið er talið geta tekið mánuði.
En það sem kannski slær mann mest er að fylgjast með því hvernig samfélagið virðist hafa hrunið til grunna.
Gengi vafra um göturnar myrðandi og nauðgandi, rænandi og ruplandi. Skotvopnabúðir hafa verið tæmdar og vopnin notuð til þess að ýta undir óöldina sem nú ríkir.
Fréttir berast okkur úr tímabundnum flóttamannabúðum sem settar voru upp í Superdome, íþróttaleikvangi í borginni, og í ráðstefnumiðstöð borgarinnar af kerfisbundnum nauðgunum og eignapptöku, misþyrmingum og hungursneiðum.
Hvað gerðist? Hvernig getur það verið að samfélagið hafi svo fljótt leysts upp og óöld skapast. Úr hverju eru innviðir samfélagsins ofnir fyrst þeir rifna svo fljótt við mótlæti?
Nú hafa margar borgir Evrópu orðið fyrir gífurlegum flóðum, skemmst er að minnast flóðanna í Prag sem flæddu miðborgina algerlega. Engar fréttir bárust okkur þaðan að gripdeildum og almennu niðurbroti samfélagsins. Hitabylgjan í fyrra (skammarlega) dró þúsundir manna og kvenna til dauða í Evrópu í fyrra án þess að allt færi á annan endann.
Í hverju liggur munurinn?
Gæti hann legið í því að í Evrópu er samfélagið byggt upp á grunni velferðarkerfis þar sem þeir sem ekki standa í efstu stigum samfélagsins hafa engu að síður til hnífs og skeiðar, að hinir minna velmegandi búa við öryggi sem gerir það að verkum að þeir hafa ekki misstu trúnna á það að þeir séu hluti af samfélagi manna.
Í Bandaríkjunum er stór hluti samfélagsins skilinn eftir án heilsutrygginga, framfærsluöryggis, lýfeyristryggina og kannski það sem mestu máli skiptir...mannlegrar virðingu.
Af hverju ætti það fólk að finnast það vera hluti af samfélaginu? Hvaða þegnlegu skildu finnur fólkið sem sveltur á húsþökum New Orleans. Af hverju ætti það ekki bara að taka það sem því hefur aldrei verið boðið uppá.
Hamfarir draga fram í dagsljósið hið sanna ástand. Við þannig aðstæður er ekki hægt að fela sig handa skyggða rúða fjármálastofnana og tölum um hagfræði, það sem telur er hvernig samfélagið bregst við, og á þeim mælikvarða þá fær Bandaríska samfélagið falleinkunn.
Þetta ættu ungir frjálshyggjufrömuðir kannski að hugsa til áður en þeir opna munninn næst um að leggja beri niður hið Evrópska velferðarkerfi
Þorleifur Örn Arnarsson
miðvikudagur, september 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli