mánudagur, mars 14, 2005

Góða kvöldið

Ég er á leið til Berlínar, ekki einu sinni heldur tvisvar...

Ég er að fara í Apríl í tvo daga og svo aftur í Maí og þá í tæpar 3 vikur á Teatertreffen í boði Goethe institude. OG nú fæ ég mörg bréf á viku þar sem ég þarf að senda eitthvað út eða svara fyrirspurnum eða glöggva einhverjar upplýsingar (með öðrum orðum, þýsk búrókrasía!). En vandamálið er það að ég tala ágæta þýsku (sem er skilyrði) en að skrifa er allt annar handleggur. Þannig ég er í því þessa dagana að falsa hvað ég tala góða þýsku...

Ég sendi sumsé bréf eftir bréf þar sem ég nota bara orð úr bréfunum sem þeir senda mér. Þetta er full vinna, bæði fyrir hönd og heila.

Því lýsi ég eftir forriti á netinu þar sem maður getur skrifað texta og sett hann í gegnum forritið og fengið út tilbúna þýðingu!

Með því get ég komist af í þessum endalausu kafkaísku bréfaskriftum án þess að ðþeir telji að þangað sé að koma sérlegur sendiboði lesblindra íslendinga...

Annars er það af Akureyri að frétta að...að...að... hér eru falleg fjöll...

Þorleifur

Kaffi Karólina

Engin ummæli: