fimmtudagur, mars 10, 2005

Góða kvöldið

þá er bardaginn hafinn í Samfó. Ég hélt reyndar að Össur myndi sjá að sér og fara ekki fram. HAnn hefði getað beygt sig undir það sem virðist vera óumflýjanlegt, það er, sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og stigið til hliðar af reisn.

Hann hefði getað borið fyrir sig samheldni flokksins og að hann hafi skilað sínu og við nánari umhugsun ákveðið að nú væri komið að nýju fólki að stýra fleyinu. VIssulega hefði verið ákveðinn holhljómur í því en annað eins gerist nú í pólitík og hann hefði þá getað tekið að sér annað starf innan flokksins.

En hann ætlar sumsé fram og slagurinn því hafinn. En hversu mikill verður slagurinn?

Össur virðist ekki vera með kosningamiðstöð, innra starf hans fer svo lágt að engin virðist hafa heyrt af því og allar fylgiskannanir virðast vera honum andsnúnar.

Hvað ber að lesa í það? Er þetta bara þrjóska, er hann að búast við kraftaverki? ER hann með vonda ráðgjafa? Eða gat hann bara ekki bakkað? Kannski sambland af öllu þessu.

Á meðan er Ingibjörg komin í ham, R-listaham og fer um landið allt með eldbrand lýðræðisins á lofti.

Þegar uppi stendur þá á þetta ekki eftir að skaða flokkinn þar sem hann fær mikla umfjöllun um málefni framboðanna og fjölga mun í flokknum.

Ég kalla því eftir heiðarlegri og málefnalegri baráttu sem verður þessum lýðræðisflokki til framdráttar.

Þorleifur
Kaffi Karólína

Engin ummæli: