miðvikudagur, mars 09, 2005

Góða kvöldið

Þá er það pistill að norðan.

Ég er að hugsa um að snúa frá leikhúsinu og snúa mér að því að skrifa ræður handa stjórnmálamönnum. Það virðist ekki veita af miðað við hremmingarnar sem riðið hafa yfir kálgarð íslenskra stjórnmálamanna undanfarin ár.

Maður gæti náttúrulega spurt sig að því hvernig það færi með sálina en þá spyr ég á móti, það er erfitt að vera stöðugt að synda á móti straumnum og kannski er sá tími kominn í lífi mínu að hætta þessu brasi og þrasi og vera bara með. ÞAð virðist allaveganna koma ansi mörgum að góðu...

Og gangi vel hér þá opnar það allar dyr, hver veit, ég gæti kannski komist að hjá Bush?

ÉG á við, ef ég gæti til dæmis látið framsóknarmenn líta vel úr þá er fátt í heiminum sem væri mér ógjörlegt.

Og talandi um framsóknarmenn. Ég hef gagnrýnt þá mikið undanfarið, bæði persónulega sem og opinberlega. En mér er að snúast hugur. Þeir eru ekki svo slæmir greyin. Málið er að maður er að taka út reiði sína og pirring til handa sjálfstæðismönnum á greyjunum í framsókn. Þetta var náttúrulega snilldarleikur hjá Dabba að skipta við Dóra, jafnvel þó svo að hann hafi ekki vitað það þegar gjörðin var framin (nema hann sé þeim mun gleggri). Reyndar er ekki hægt að líta fram hjá því að krabbinn bjargaði honum undan holskeflu opinberra misþyrminga því að það vill enginn (og getur enginn) skamma veika menn opinberlega. Það er nefnilega ljótt, jafnvel þó svo að menn hafi komið okkur á drápslista í útlöndum. En sumsé, saved by the crabs, er yfirskrift ársins hjá DAbba og engin man að Dóri var líka sjúklingur fyrir skömmu, hann kunni bara ekki að tímasetja það jafn vel og Dabbi, eða þá að forlögin útdeildu honum verri krabbatíma en hinum.

Allaveganna, ég stefni nú á að synda með straumnum og uppskera þegar fram líða stundir það sem mér tilheyrir, því að ég er eftir allt einstaklingur og það þýðir að ég stend framar öllum í röðinni-frá mér séð!

Þorleifur
Kaffi Karólína

Engin ummæli: