mánudagur, nóvember 10, 2003

Sæl og bless

Þetta er búið að vera alveg stórkostlegur dagur.

Við konan reyndum að fara á söfn en þau eru öll á þeim buxunum um þessar mundir að sýna ekkert af viti.

Við fórum því heim til að þroska okkur og horfðum á alveg mergjaðan heimildamyndaþátt um eiturlyfjastríðið í Brasilíu. Alveg rosalegt. Það ríkir´víst bara stríðsástandi í fátækrahverfunum þarna. 18 ára pjakkar með M 16 og sprengjuvörpur að verja hverfið fyrir löggunni. Og svo er talað um að það ríki stundum stríðsástand í miðbænum.

SVo fæ ég ekki nóg af því að lesa skrifin hennar Dagnýjar Framsóknarungstyrnis. Hún er send sem fulltrúi Íslands, Evrópu og lýðræðisins til Georgíu og talar um land og þjóð eins og hún hafi verið send nauðug í gúlagið. Hvað er þetta. Að hegða sér eins og illa upp alinn táningur sem fær móðursýkiskast þegar hún fær ekki kók og heita sturtu í 2 daga!

Og svo slær hún út með því ða hún hafi gefið SVÍANUM harðfiskinn (af því að hann var maðurinn sem var að svelta í hel!!!).

Ég þoli ekki svona.

Þorleifur

Engin ummæli: