föstudagur, ágúst 29, 2003

Góðan daginn.

Kannski er kominn tími til að taka lífinu með örlítilli ró. Anda með nefinu ef svo mætti segja, enda vita það allir sem eitthvað vita í neffræðum, að það er betra en að anda með munninum, enda eru þar engin hár til að stoppa skítinn sem er á leiðinni inn (þó kannski væri betra, sérstaklega í tilfellum ákveðinna hægrimanna í íslenskum stjórnmálum, að þar væru hár til að stoppa skítinn sem er á leiðinni úr!)

Og svo er það bara kaffi á Brennslunni og notalegheit.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: