Góða kvöldið.
Þó vonbrigði gærkvöldisins renni enn um æðar mínar þá ætla ég að gefa hinum rafvædda heimi eina atlögu enn.
Í hinu týnda pistli fjallaði ég aðallega um tvennt: Michael Moore og stjórnmálin hér heima og ég ætla mér að gera það að nýju nú.
Á bloggsíðunni www.gangleri.blogspot.com fann ég pistil eftir hann Ævar vin minn þar sem hann ræðst harkalega á Michael Moore. Hann tekur undir með þeim aðilum sem
vilja að óskarsverðlaunin sem hann hlaut fyrir mynd sína, Bowling for Columbine, verði tekin af honum. Þetta fólk (þó vissulega megi deila á þá skilgreiningu
eftir að hafa lesið heimasíðu þeirra, geri maður þá kröfu á manninn að hann get gert annað en að hreyfa útlimi og nota klósettið) les það útúr reglum amerísku
akademíunnar að heimildamynd sé ekki heimilda mynd nema hún sé eingöngu byggð á raunverulegu efni. Og eftir því sem ég kemst næst stendur það skrifað í reglum akademíunnar. En málið snýst ekki um það. Málið snýst um skilgreininguna á hugtakinu heimildarmynd frekar en það hvort Bowling for Columbine teljist falla undir skilgreiningu akademíunnar. Ég hef séð myndina og skal viðurkenna það manna fyrstur að myndin er alls ekki hlutlaus, og á efalaust ekki að vera það. Hún er skoðun og sýn eins manns á ástandið í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rétt eins og allar heimildamyndir er hún klippt eftir vilja og óskum kvikmyndagerðarmannsins og hvergi stendur það skrifað að myndin verði að vera hlutlaus, síður en svo, allar myndir byggjast á sýn þess manns sem gerir þær. Það að hún sé hlutlæg gerir hana engu minna sanna. Og gaman væri að finna þá mynd sem ekki byggir á sýn þess sem gerir hana! Ásakanir um að Bowling for Columbine sé klippt til, að valdir séu myndbútar sem láta viðfangdefnið líta illa út (svo virðist sem oftar en ekki hafi það reynst auðsótt) eru kannski á rökum reistar en það er ekki ástæða til að svipta myndina óskarnum. Þessi vinnubrögð eru ástunduð í allri kvikmyndagerð, heimilda- sem og í öðrum myndum. Lesi maður það sem fólkið á þessarri heimasíðu heldur fram (að Moore sé anti-Amerískur, að hann lifi ekki lífi fátæktar og vannæringar og sé því óhæfur til fjalla um það) þá kemst maður ansi fljótt að því að þarna stendur ekki steinn yfir steini. Þetta er fólk sem einfaldlega er ekki sammála honum og vill því draga hann niður í svaðið (líkt og ég er að gera við þau nú!). Það er útaf fyrir sig allt í lagi en að ungir Íslendingar, með vit á kvikmyndum, gangi í lið með þeim og styðji málstað þeirra er sorglegt. Svona er farið með alla sem vilja fjalla um viðkvæm málefni en ef ekki væri fyrir þá fáu huguðu þá væri lítið um umræðu og fátt óþægilegt kæmi í ljós.
Já, þá væri gaman að lifa!!!
Um stjórnmál (ef þú ert búinn að fá nóg af pólítíkinni þá slepptu þessum kafla)
Eftir að Ingibjörg Sólrún kom jafnréttismálum inn í umræðuna hefur margt áhugavert gerst. Fyrst ber að nefna að það er fátítt að einn stjórnmálamaður geti snúið umræðunni svona rækilega við. Einnig er fátítt að stjórnmálamaður (í þessu tilviki kona) haldi hugsjónum sínum til haga svona lengi (venjulega vakna þær úr dvala 2 mán. fyrir kosningar og deyja eftir að kjörkössunum er lokað). En það sem er merkilegast að skoða er hvernig hinir flokkarnir hafa reynt að elta umræðuna uppi. xD kemur fram með loforð á loforð ofan (þó þeir passi sig að lofa ekki öllu sem þeim mögulega dettur í hug eins og xB). Það sem þeir lofa er merkilega sannfærandi og vona ég að þeir efni þau skildu þeir vinna kosningarnar (þó hjarta mitt fyllist ekki bjartsýni þar sem þeir hafa haft tæp 100 ár til að gera eitthvað í málunum og hafa lítið til að sýna eftir þann tíma, nærtækast væri að nefna síðastliðin prófkjör þeirra en ég ætla ekki að gera það). xU, sýnist mér, segist hafa fundið feminisma upp en þar er margt gott fólk sem ég trúi vel til að gera eitthvað í málunum. xS er listi leiddur af yfirlýstum Feminista sem sannaði að hún lætur verkin tala þegar hún sat í stóli borgarstjóra og veit ég að þar er manneskja á ferð sem tæki þau mál föstum tökum. xF = grín! og loks xB: Ég veit ekki hvaða menn stjórna auglýsingastefnu þeirra (þó augljóst sé að þeir telja Íslendinga vera fábjána upp til hópa) en að detta ekkert betra en FEÐRAorlof í hug er nátttúrulega svo skemmtilegt/sorglegt að það nær ekki nokkurri átt. Þetta þjóðþrifaskref var vissulega stigið í þeirra stjórnartíð en að stæra sig að því að gera eitthvað sem þú áttir hvort sem er að gera ber vott um innræti þessarra manna. Á að klappa mönnum sem vilja ekki að konur séu fangelsaðar saklausar á bakið fyrir afstöðu sína? Kommon, gerið okkur greiða og látið ykkur allaveganna detta eitthvað frumlegt í hug (þið þurfið ekki að framkvæma það frekar en annað sem þið lofið!).
Ég er bara eitthvað svo fúll útí xB, mér finnst þeir bara svo sorglegir að það tekur ekki nokkru tali!
Einnig: á mbl.is í kvöld voru birtar tvær skoðanakannanir.
Þessi:
Innlent| 1.5.2003 | 18:42
Könnun IBM: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis samkvæmt könnun sem Viðskiptaráðgjöf IBM hefur gert fyrir Stöð 2. Fylgi flokksins mælist 38,5% en fylgi Samfylkingarinnar er 26,5%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 13%, fylgi Frjálslynda flokksins 11,5%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er 9,5% og fylgi Nýs afls og annarra flokka samtals 1,2%. Ekki kom fram hve úrtakið var stórt en það var úr hópi Íslendinga á aldrinum 18-89 ára.
og þessi:
Innlent| 1.5.2003 | 19:07
Fylgi Frjálslynda flokksins eykst
Fylgi Frjálslynda flokksins hefur nær tvöfaldast síðasta mánuðinn samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og skýrt var frá í fréttum Sjónvarpsins. Fylgi flokksins mælist nú 9,6% en var um 5% í könnun Gallup í mars. Sjálfstæðisflokkur nýtur nú mest fylgis, eða um 34,2% en fylgi Samfylkingarinnar mælist 32,9%. Fylgi Framsóknarflokks mælist 12,8% og fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 9,5%.
Sú fyrri er á forsíðunni og hin hvarf þaðan ansi fljótt þó hún sé nýrri (enda Morgunblaðið sem á í hlut)(sjáið tímasetningarnar til staðfestingar). En það var ekki það sem ég vildi benda á. Það sem er efirtektarvert er það að í 3. skipti er IBM könnunin að sýna sjálfstæðisflokkinn mun stærri en samfylkinguna öfugt við kannanir allra annarra!
Og það sama daginn! Humm...... segi ég nú bara. En sem betur fer er Gallup bakvið aðra en IBM bakvið hina. Annar aðilinn er búinn að vera ískoðanarkannannafaginu í áraraðir og hinn byrjaði fyrir þessar kosningar...........
Loks............
Ég er að æfa á fullu í nemendaleikhúsinu jafnframt því sem ég er að undirbúa hið lifandi leikhús. Þetta eru því spennandi og að sama skapi lýgjandi tímar, en sagði ekki einhver að maður fær ekki neitt fyrir neitt nema maður fá það! (ef ekki þá sagði ég það bara!)
Stutt saga að lokum. ÉG hef fengið nokkur símtöl frá skoðanakannanna fólki undanfarið. Eitt þeirra var með afbrigðum skemmtilegt. Verið var að spurja mig um afstöðu mína til stjórnmálaflokkanna. Spurt var um traust og svona og fannst mér þetta bara skemmtilegt. Ég ákvað því að fara í smá leik og reyna að komast að því hvað spyrjendanum þætti um það sem hún var að spurja mig um. Eftir nokkrar undirbúningsatlögur lagði ég til hennar og fékk það uppúr krafsinsu að hún kýs xD. Mér fannst þetta undarlegt og spurði hvort að skoðanir hennar sjálfar gætu ekki komið niður á könnunninni. Það vildi hún ekki meina og kvöddumst við með virktum. Mér var þetta hugleikið á eftir og sagði ég frá þessu í samtölum við félaga mína. Þeir áttu harla erfitt með að trúa þessu en sannfærðust þó þegar ég fékk annað símtal í viðurvist þeirra þar sem ég endurtók leikinn. Aftur fékk ég stjórnmálaskoðanir spyrilsins uppúr viðkomandi en nú fyrir framan nefið á efasemdarmönnunum. Þeir gátu ekki annað en trúað mér og vildu ræða málin en þá fannst mér það ekki taka því, enda efasemdum mínum létta af mér, nýji spyrjandinn kaus til vinstri. 1 - 1 hugsaði ég með mér og gekk glaður út í daginn!
Er í stuði og gæti haldið áfram endalaust en er að fara á æfingu í fyrramálið.
Bless bless
Þorleifur
zorleif@hotmail.com
http://www.revoketheoscar.com/
föstudagur, maí 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli