Afsakið fáfræðina en það er eitt sem ég skil ekki alveg....
Af hverju einbeita Vinstri Grænir sér að því að blammera Samfylkinguna? Standa þeir ekki næst Samfylkingunni málefnalega? Gæti verið að enn einu sinni sé það komið fram að gallinn við vinstri menn, ólíkt hægri mönnum (sem rífast fyrir luktum dyrum og standa saman út á við), er sá að þegar upp kemur ágreiningur milli hugsjóna og persónulegs ágreinings þá vinnur persónulegi ágreiningurinn alltaf - og það opinberlega!!!!
Þetta er náttúrulega alveg gjörsamlega óþolandi. í stað þess að standa einu sinni saman og bola Sjálfsstæðisflokknum og einkapólitíkinni frá völdum þá þurfa þeir að ráðast á sína eigin. Þeir gerðu það þegar hún fór réttilega í framboð í vor ( með samþykki meirihluta Reykvíkinga ) og eru enn að. Svo klóra þeir sér í hausnum yfir að þeir séu að missa fylgi!!!
Ég fékk nýlega E-mail frá frambjóðanda VG þar sem hann minnti mig á það að ég stend málefnalega mun nær þeim en Samfylkingunni og e.t.v. er það rétt en þeim mun meira sem ég horfi á fréttir og umfjöllun kosningabaráttunnar því mun vissarri er ég í minni sök að kjósa þá ekki. Og það stendur ekki á góðum málefnum heldur hinu að þeir verða að fara að átta sig á því hvað er hér í húfi. Og þangað til þeir gera það þá eiga þeir ekki von á atkvæði úr þessarri átt.
Svo niðurstaða mín er þessi. Lærið að standa saman, þangað til það lærist þá munum við bara hanga í rófu hægriaflanna sem kunna sitt flokksaga fag (rífumst heima hjá okkur en brosum þegar yfir þröskuldinn er komið)
Góða nótt
Þorleifur
zorleif@hotmail.com
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli