Langar nætur, stutt milli stríða.
Hann gengur niður Laugarveginn. Það er ekkert óvenjulegt í loftinu en samt setur að honum einhvern hroll. Eins og eitthvað óráðið hafi tekið þá ákvörðun að stinga sér inn á milli hugsana hans, taka sér bólfestu og lifa af honum. Ætli sér að menga hann og skemma allt þar til ekkert sé eftir nema skinn og bein. Hann stoppar við glugga af kaffihúsi sem var. Horfir stingandi á spegilmynd sína og ímyndar sér lífið sem einu sinni var til staðar innan veggja hússins sem hann nú stendur frammi fyrir. Hér sat hann og lét sig dreyma um líf sem var, líf sem er, líf sem koma skal og allt gekk einhvernveginn upp. Þá virtist allt vera gott. Hvað varð um þann mann??? Spegilmyndin svarar eki spurningum hans heldur kastar framan í hann veruleika lífs hans. Hann er að verða tómur, tunna sem þjónað hefur hlutverki sínu og bíður þess nú aðeins að verða komið fyrir í einhverju porti gleymskunnar þangað til að greinin um endalokin birtist á baksíðu Moggans. Hann lýtur undan, ekki tilbúinn að horfast í augu við sjálfan sig lengur og tekur af stað að nýju niður lífæð miðbæjarins í átt að hjartanu.
Ég var ekki alltaf svona, var það. Ég hefði ekki gert þetta þegar ég trúði ennþá á eitthvað, hugsaði hann með sér og reyndi að bægja frá sér augntillitunum sem fólkið á götunni. Einu sinni brosti ég og meinti það, hló ég og hafði innstæðu fyrir því. Af hverju eru fáin börn mér nú fyrir hugskotssjónum þegar ég fer að sofa? Hvert fór lífið? Ekki hugsa, ganga! GAnga eins og ekkert hafi komið fyrir, ekkert sé að, ekkert hafi gerst. GAnga eins og mér ber, sýna fólki að ég trúi því í raun sem ég segi. éG er eftir allt búin að æfa mig undir þetta allt mitt líf. er það ekki?
Ætli allir hati mig, þau segja það en þau geta ekki meint það, er það nokkuð? (muna að spurja ritarann um skoðanakannanir helgarinnar) Ég hef gert svo margt fyrir þau, ég reyndi að láta molanna falla til þeirra af borðum þeirra sem betri eru. Kunna þau ekki að skammast sín, eftir allt sem ég hef gert?
Hann gengur áfram og nú eru hugsanir hans farnar að sína sig utan á honum. Þær virðast brenna í augum hans og berast út um svitaholurnar. Hann reynir enn að halda uppi ásjónu sinni en honum fylgja skarar dáinna barna og fólkið sem mætir honum sér þau þó svo þau standi rétt utan verlaldleikans. Fólk stoppar og horfir á hann, hann þykist ekki sjá þau en greikkar sporið í átt að vinnustaðnum þar sem hann er óhultur. Hvað er þetta, þau stoppa og stara á mig, það hefur aldrei gerst áður, þau hafa verið reið en aldrei stoppað, er skjöldurinn að bresta???
Fólkið fer að elta hann eða börnin dánu. Hann gengur fremst en á eftir honum kemur skari manna, kvenna og barna. Búðarfólkið er hætt að afgreiða og stendur í hurðargætttinni, lítur til baka en er loks dregið áfram af þeirri sýn sem blasir við. Eitthvað óviðráðanlegt er í loftinu, eitthvað magískt.
Hann er farinn að hlaupa, hann heldur að hann komist undan en það er ekki hægt, þau hlaupa líka. Hann finnur tryllinginn koma upp í sér, AF HVERJU ÉG? og hleypur hraðar undan skuggum sínum. Kemur að Lækjargötu, stekkur innum hliðið viðalmenningsklósettið í Bankastrætinu. Kemur að anddyri skrifstofunnar sinnar og kastar sér inn um hurðina....
Hello, hello....
Mister, we will have the list published in the morning, your countrys name will be in between Haiiti and Italy.
Thank you sir, good luck and may GOD be with you!
mánudagur, apríl 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli