sunnudagur, mars 14, 2010


Ekki er allt kreppa.

Ég ákvað að nota daginn til þess að rækta frændgarðinn.

Ég á þrjá frændur hérlendis sem ég er mjög náinn (sá fjórði er í Danmörku).

Þetta eru þeir Arnar Sveinn Guðrúnarsonur, Arnar (frumlegheitin í nafngiftunum stórbrotin) og Halldór dagur Sólveigarsynir.

Arnar Sveinn spilar fótbolta með Val og því hófst frændadagurinn á Valsvellinum þar sem við fylgdust með honum skora þrennu í leik við Leikni. Reyndar verður það að viðurkennast að ekki sáum við öll mörkin því að hinir tveir vildu fara að dæmi stóra frænda og spila sjálfir - en það fór ekki framhjá neinum að AS er góður í fótbolta.

Þvínæst settumst við allir saman fyrir framan imbann á bar hér í borg og horfðum á Arsenal leggja Hull í hörkuspennandi leik. Þrír rauðhærðir og sá fjórði í rauða bolnum!

Þaðan lá leið á Vitabar hvar Hamborgarar voru étnir við góðan orðstýr áður en stefnan var tekin heim á leið og STAR TREK hent í tækið.

Loks gáfum við hvorum öðrum 5 og allir fóru heim í rúmmið.

já, stundum er magnað að eiga frændur - Því ber er hver að baki nema frændgarð eigi!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þetta hljómar sem hinn skemmtilegasti dagur... mikið hafa rauðhausarnir verið ánægðir!!